Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 12

Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ALDAMÓTASPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLAMANNA Hér fara á eftir spurningar Morgunblaðsins til forystumanna stjórnmálaflokkanna við aldamót í. Hver eru mestu viðfangsefni þjóðarinnar á fyrstu árum 21. aldarinnar? Hverjar eru mestu hættur, sem steðja að sjálfstæði íslands, íslenzkri tungu og sögulegri menningararfleifð, þegar horft er fram eftir 21. öldinni? Hvað er þér efst í huga um aldamótin? / Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Forðast ber atvinnuleysi, fátækt og ójöfnuð í. Viðfangsefni okkar og tækifæri á leið til betra mannlífs og auk- inna lífsgæða eru fleiri og meiri en nokkru sinni fyrr, þegar horft er til breyttra að- stæðna í menntun og efnahagslífí þjóðaiinn- ar. Það er sannfæring mín að við höfum mikils að vænta, ef okkur tekst að stýra framhjá blindskerjum öfga og sundrungar. Halldór Þvi flóknari sem Ásgrímsson þjóðfélagsgerðin verð- ur, þeim mun fráleitari gerist sú hugsun, að einfaldar kennisetningar byggðar á hagfræðilegri bókstafstrú komi að gagni, hvað þá að gamlar kreddur séu lykill að framfórum á næstu öld. Viðfangsefni okkar eru að skapa til þess skilyrði í samfélaginu að öll landsins börn eigi kost á atvinnu, góðri menntun, traustri heilsugæslu, öryggi í andstreymi og áhyggju- lausu ævikvöldi. Efnivið okkar og þrótt til að smíða okkur gæfu sækjum við í mannauð okkar, menntun, menn- ingu og trú sem og í auðlindir náttúrunnar. Mikilvægustu við- fangsefnin við upphaf 21. aldarinnar eru mót- uð af vaxandi áhrifum alþjóðamála. Staða okk- ar og tenging við sam- vinnu Evrópuþjóða er viðfangsefni sem skiptir sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Nýting auðlinda sam- hliða vemdun náttúru er viðfangsefni sem áfram kemur til með að skipta miklu máli. Umhverfisvemd og vax- andi vitund fyrir heilbrigðu lífemi í óspilltu umhverfi verður ríkur þáttur í pólitísku starfi. Samkeppni og markaðsbúskapur setm- meiri svip á samfélagsþróunina en nokkru sinni fyrr. Eftirlit með markaðsöflunum og að verja sam- félagsþjónustuna verða umfangsmik- il verkefni. Mikilvægt hlutverk á nýrri öld verður að búa svo um hnútana, að ís- lendingar geti lifað og starfað hvar á landinu sem þeir helst kjósa. Auk þeirra atvinnutækifæra sem teljast hefðbundin felast miklir möguleikar í nýrri upplýsingatækni, sem gerir kleift að verkefni séu unnin hvar sem er á landinu. Þær hættur sem ævinlega steðja að okkur og fyrst ber að forðast era atvinnuleysi, fátækt og ójöfnuður. En nýjum tímum fylgja nýjai- hættur og sá háski sem æska lands- ins stendur nú andspænis tengist því að einangran landsins hefur verið rofin og miskunnarlausir glæpamenn gera sér það að féþúfu að afvegaleiða æskufólk í frumskógi fíkniefna- neyslu. Þessi öfugþróun er lífshættu- leg Islendingum ekki síður en öðram þjóðum því að hún vegur að lífsham- ingju einstaklinga og fjölskyldna. Það er skylda okkar að bregðast við þessari vá af öllum okkar samtaka- mætti. Sú staðreynd að við eram orðin virkir þátttakendur í fjölskyldu þjóð- anna felur ekki í sér ógnun við sjálf- stæði okkar, tungu eða menningu heldur þvert á móti. Menning okkar og tunga hefur staðist ófrelsi, ein- angran og eifiða tíma. Okkar menn- ing hefur sterk bein og á líka að geta þolað góða daga. Hættan felst í því að sýna andvara- og áhugaleysi um að rækta og hlúa að íslenskri tungu og menningu. Með því að rækta okkar eigin gai'ð og stuðla að því að íslensk menning fari sem víðast og sé öllum aðgengileg efl- um við best arfleifð okkar. Sjálfstæði okkar varðveitum við best með því að hafa sem mest áhrif á allar ákvarðanir sem snerta grand- vallarhagsmuni þjóðarinnar. Sjálf- stæðið er í hættu ef við látum öðram eftir að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þar sem fleiri og fleiri ákvarð- anfr era teknar á alþjóðavettvangi verðum við að gæta þess að tengjast því starfí þannig að áhrif okkar séu tryggð. Það eigum við að gera á eigin forsendum og undirbúa vel. Mér er það ofarlega í huga að okk- ur er betur ljóst nú en áður að örlög alls mannkyns era samofin.Við erum hluti af heild. Velferð okkar og ver- aldargengi ræðst að miklu leyti á er- lendri grand af öflum sem við höfum lítil tök á að stjóma - að ekki sé á það minnst að afkoma okkar er einnig háð duttlungum náttúrunnar. Okkur ber að varðveita það sem við höfum tekið í arf frá fyrri kyn- slóðum og skila síðan arfinum í hend- ur afkomenda okkar. Okkur ber að sækja fram til frelsis og samvinnu. Okkur ber að nýta auðlindir lands, sjávar og þjóðar með réttum og ábyrgum hætti. Okkur ber að lifa í sátt við land og haf og í samlyndi manna á meðal. Okkur ber að treysta stöðu Islands í samfélagi þjóðanna og auka virka og mynduga þátttöku okkar á þeim vettvangi. Og okkur ber að sameinást um að sérhverjum ís- lendingi sé kleift að taka þátt í mótun og uppbyggingu þjóðfélags jafnrétt- is, menntunar, menningar og mann- réttinda. Við beram gagnkvæma ábyrgð á hvert öðra. Sameiginlegt keppikefli okkai- alfra er frelsi til hugsana, orða og athafna og sátt um þær nauðsyn- legu leikreglur sem fylgja frelsinu - því að frelsi án aga og án ábyrgðar - frelsi án jafnréttis - frelsi án bræðra- lags - er ekki frelsi heldur stjóm- leysi. Sverrir Hermannsson, formaður Fijálslynda flokksins Aramót í. Að framfyigja og hafa stjóm á framhaldi tæknibyltingarinnar, og að koma böndum á óarga markaðsöfl. Þeir sem aldir era á fyrra helmingi þeirrar aldar, sem nú kveður, hafa mátt hafa sig alla við að daga ekki uppi í þeirri ógnar tæknibyltingu, sem yfir hefir riðið hinn síðasta ára- tuginn. Öll hefir öldin að vísu verið byitingarkennd á tæknisviði en tólf- unum hefir kastað í aldarlok, þegar tölvutæknin ryður sér til rúms. Mörg undrin hafa þar gerzt, en era þó vafa- laust upphafið að öðra meira, ef að líkum lætur. Vafalaust munu þessi vísindi verða undirstaða í framfara- sókn og velferð mannkyns á nýrri öld. Það er óbifanleg vissa þess, sem hér heldur á penna, að á því sviði og hugbúnaðar hverskonar og rann- sókna eigi íslendingar erindi til jafns við þá sem fremstir fara. Við þurfum að vísu að taka okkur á í menntunar- málum, en efniviðurinn er ágætur og framtakssemi fyrir hendi. Enginn efi er á því að athafnafrelsi einstaklingum til handa er forsenda framfara, enda sé þegnunum tryggt jafnræði. Islendingar höfðu langa og ógóða reynslu af miðstýringu hins op- inbera, þar sem mönnum vora skömmtuð gæði úr pólitískum hnefa valdhafanna. Höft og hverskyns hömlur á athöfnum manna, sem leiddi til stöðnunar og þar með afturfarar. Fákeppni og einokun í verzlun og við- skiptum hélzt ótrúlega lengi við lýði, ekki sízt vegna ranglátrai' kjördæma- skipunar, sem færði klíkuflokki ald- arinnai', Framsóknarflokknum, mikil völd umfram atkvæðafylgi. Viðreisnarstjómin leysti mál úr viðjum og síðan hafa örar framfarir orðið landslýðnum til mikilla heilla, þótt illilega hafi slegið í bakseglin vegna miðstýringar í aðal-atvinnuvegi þjóð- arinnar, sjávarútvegin- um, þar sem pólitískir valdhafar mylja þjóð- arauðinn undir örfáa út- valda. Frelsi á fjármála- markaði er nýrra en hefir náð miklu skriði á örfáum áram. Enginn vafi leikur á að þar þarf aukinnar aðgæzlu við, þótt enginn mæli höft- um eða of fostum skorð- um bót. En nýjabramið er mikið og má segja að ýmsir sjáist lítt fyrir, enda gína ýmsir óvanir við agni þeirra. Frelsi er markaði mikilvægt, en stjórnlaus markaðshyggja, sem hóp- ur manna er haldinn, er váleg. Að halda því fram að markaðurinn leysi allan vanda er háskalegur misskiln- ingur. Ef aga og aðgæzlu er ekki beitt munu lögmál frumskógarins fljótlega taka við. Vald má ekki um of fram- selja á hendur fjármálamarkaðs, ella myndi almenningi fljótlega finnast þröngt íyrii' sínum dyram. Öll fyrir- tæki, stór og smá, verða að finna til ábyrgðar gagnvart því þjóðfélagi sem þau lifa og hrærast í og sýna um- hyggju fýrir því og samborguram sín- um. Nýju íslenzku markaðsfurstamir haga sér í ýmsum greinum eins og dýr merkurmnar, þar sem máttur hins sterkasta ræður. Smíða þarf hæfileg búr um þau óargadýr, þar sem þau fái að vísu notið sín, en ganga ekki af öllum öðram dauðum. Þeir sem hæst tala um að ekki megi skerða frelsið ættu að hafa hugfast að óheft frelsi er stjómleysi. 2. Það steðja engar hættur að sjálf- stæði Islands né menningu Islend- inga ef við höldum vöku okkar og samstöðu inn- byrðis. Ef ekki myndu fáir gráta þótt landið sykki í „myrkan mar“. Ef við glötum tungu okkar er allt annað unn- ið fyrir gýg. Þá skiptfr ekki máli hvoram megin á rassi sjálfstæðið ríður, og menning okkar og menningaraifieifð verð- ur öll að fornleifum. Óhætt er að fullyrða að allir málsmetandi menn íslenzkir gera sér grein fyrir að tungumál- ið er forsenda alls ann- ars í tilvist þjóðarinnar. Um það er samstaða og þessvegna hægurinn hjá að bregðast við þeim háska sem að tungunni kann að steðja. Hann er að vísu ekki marg- þættur. Enska alheimsmálið sækir á af miklum þunga. Engin önnur um- talsverð hætta er í sjónmáli. Þess- vegna er ráðning gátunnar ekki flók- in. Við þurfum að leggja aukna áherzlu á íslenzka tungu og bók- mennth' í skólum landsins. Skipu- leggja þaifi útvarp ríkisins og sjón- varp mjög vandlega í þágu málsins og menningarinnar og kosta til þess þeim Qármunum sem þarf undir stjóm hæfustu menntafrömuða, skálda, rithöfunda og listamanna ann- arra. Ekkert enskt orð á að heyrast í þeim fjölmiðlum heldur allt talsett á íslenzku. Það á hinsvegar að kenna íslendingum enska tungu sem vand- legast, svo þeir blandi henni síður saman við móðurmálið, enda kom- umst við ekkert áfram nema að vera vel færii' í því máli. Að sjálfsögðu þurfa íslendingar ávallt að hafa á sér varðhöld vegna er- lendi'ar ásækni, að ekki sé talað um nýjar hugmyndir í röðum núverandi stjómarflokka að hleypa útlending- um inn í fiskveiðilandhelgi okkar. Við íslendingar eigum að verá vel settir í nýjum tæknivæddum heimi um allt er lýtur að sjálfstæði og menningu og verðum því aðeins illa staddir „ef úár- an kann að koma í fólkið sjálft, sem byggh' landið", eins og Konungs- skuggsjá kemst að orði. 3. Þakklæti til almættisins fyrir þá öld sem er að kveðja. Á þeirri öld eignuðust Islendingar frelsi sitt og sjálfstæði. Þeir risu úr öskustó ör- birgðar til þess að verða velferðarríki í fremstu röð á jarðarkringlunni. Is- lenzk þjóð efldi menntun sína og menningu á því ái'hundraði og tók sér stöðu frjálsborin og óháð í samfélagi annatra þjóða. Hún lagði sitt af mörk- um til varðveizlu og eflingar friði í heiminum. En íslendingar þuriá að taka til í eigin ranni eins og nú hefir horft um hríð. Þjóðin þarf að hrinda af sér oki auðvalds og ójöfnuðar, sem hin nýja valdastétt hefir á hana lagt, og færa á ný til vegs jafnrétti og bræðralag sem menningarþjóð sæmir. Þá mun henni vel famast um aldir. Landsmönnum öllum ámar Frjáls- lyndi flokkurinn árs og friðar. Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Innheimtustofnun sveitarfélaga • Lágmúla 9 • sími 568 6099 • fax 568 6299 • pósthólf 5172 • 125 Reykjavík • kt. 530372 0229 • Landsbanki íslands 139-26-4700 Sven-ir Herniannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.