Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Hér þarf að þrífast öflugt efnahagslíf Mesta viðfangsefni þjóðarinnar erum við sjálf, einstaklingamir, sem búum og störfum á íslandi eða tengjumst því á einhvern hátt.Við þurfum að skipa málum þannig að hér þrífist öflugt efnahagslíf sem skapar áhugaverð og verðmæt störf fyrir unga fólkið sem erfir landið. Við þurfum að skapa því tækifæri til að leita lífsgæða og hamingju. Island er í samkeppni við útlönd um unga fólkið og við þurfum að vera samkeppnishæf á öllum sviðum. Liður í þvi er til dæmis að búa miklu betur en við höfum gert að barnafólki og styðja við bakið á ungum fjölskyldum. Enda þótt markaðshagkerfi okk- ar tíma séu hentugur rammi ut- anum margs konar samskipti ein- staklinga og þjóða þá lyfta þau ekki öllum jafnt heldur skapa vax- andi ójöfnuð manna í millum. Við teljum að hefðbundnar jöfnunar- aðferðir, gegnum skatta og al- mannatryggingar, dugi ekki lengur ein og sér til að jafna kjörin. I hinu flókna samfélagi hátækni sem við erum að sigla inn í verður mennta- kerfið öflugasta jöfnunartækið sem völ er á. Um leið og menntunin nýtist til að þroska hvern einstak- ling og gera hann sterkari, þá blas- ir hitt líka við, að það ríki sem ekki nýtir hugarauð sérhvers manns eins og framast er unnt er dæmt til að tapa í samkeppni þjóðanna. Við stöndum á barmi nýrrar ald- ar þar sem Netið og upplýsinga- tæknin verða allsráðandi. Þá skipt- ir öllu að sporna af aiefli gegn því að í upplýsingasamfélaginu skapist ný stéttaskipting þar sem annars vegar eru þeir sem hafa menntun og aðgang að upplýsingum og hins vegar þeir sem hvorki hafa færni né menntun til þess að hagnýta sér upplýsingatæknina. Þar ræður op- ið menntakerfi, með símenntun í öndvegi, úrslitum um hvort þegn- unum séu sköpuð jöfn tækifæri til að spjara sig á vinnumarkaði þar sem kröfur um hæfni vaxa með aukinni tækniþróun. Síðustu áratugir 20. aldarinnar voru sigurför markaðshyggjunnar í þeim mæli að nú er þrýst fast á um að markaðslögmálin verði látin ná til allra þátta samfélagsins. Póli- tísk átök í upphafi aldarinnar munu því snúast meðal annars um hvort burðarásar velferðarkerfis- ins á borð við mennta- og heil- brigðiskerfið verði einkavæddir. Jafnaðarmenn munu að sjálfsögðu berjast gegn því af oddi og egg. Ég held hins vegar að á fyrstu ár- um 21. aldarinnar muni leiðin liggja aftur á vit stjómmálanna. Fólk mun ekki sætta sig við þá nauðhyggju að framtíðarþróunin sé bundin lögmáli. í lýðræðisríki, og í lýðræðisstjórnmálum á heims- vísu, erum það við sjálf sem eigum að ráða stefnunni, en ekki óper- sónuleg lögmál mark- aðar, tækni eða hnatt- væðingar. Þess vegna verður lýðræðisþróun- in að mínum dómi eitt af helstu viðfangsefn- um þjóðarinnar á næstu árum. Af þessum sökum tel ég að það sé þjóð- arnauðsyn að hér verði til sterk hreyf- ing jafnaðarmanna sem beitir sér fyrir jöfnuði og auknu lýð- ræði, og til að verjast vaxandi ójöfnuði. Það er nefnilega nöturleg staðreynd að þrátt fyrir vaxandi velsæld hefur íslendingum ekki tekist að útrýma fátækt. Hér er enn að finna hópa öryrkja og eldri borg- ara sem lifa ekki með reisn, sem njóta ekki þeirra mannréttinda að taka þátt í samfélaginu einsog hin- ir. Hluti af lýðræðis- og mannrétt- indabaráttu nýrrar aldar er að finna leiðir til að rétta hlut þeirra og virkja þá til þátttöku í sam- félagi jafnra tækifæra. Þátttaka í vaxandi alþjóðlegu samstarfi að lausn ýmissa brýnna vandamála heimsbyggðarinnar verður sístækkandi verkefni á nýrri öld, ekki síst á sviði umhverf- ismála. Og varla komast íslend- ingar hjá því að taka afstöðu til að- ildar að Evrópusambandinu ó þeim áratug sem nú er að hefjast. Það verður að sjálfsögðu mikið við- fangsefni. 2. Mestalla tuttugustu öldina og alla þá nítjándu voru það þjóðríkin sem sköpuðu rammann um tilveru einstaklingsins og mótuðu framrás mannkynssögunnar. Þetta er hið alþjóðlega baksvið sem leiddi af sér fullveldið og sjálfstæðið, og einnig endurreisn tungunnar. Nú fjölgar þeim sem telja að á hinni nýju öld verði hnattvæðingin þjóð- ríkinu um megn. Það verði í reynd úrelt, og dæmt til að liðast í sund- ur eða steypast í stærri heildir. Össur Skarphéðinsson Vissulega eru blikur á lofti. Ég geld þó varhug við kenningum um sjálfkrafa hnignun þjóðríkjanna og máttleysi þjóðmenningar. Mér er nær að halda að þjóðríkin standi nú frammi fyrir því að taka breyt- ingum og laga sig að breyttum heimi. Þjóðríki, sem hefur nægi- legt afl, innri samloðun og sveigj- anleika til að mæta kröfum nýrra tíma heldur áfram að vera þjóð sinni æski- legt híbýli. Tunga þess verður áfram lif- andi uppspretta nýrra kynslóða. Þjóðríki, sem megnar ekki að laga sig að nýjum að- stæðum hnattvæðing- ar og fjölmenningar er á hinn bóginn dæmt til hrömunar. í stuttu máli, til að blómstra á hinum nýju tímum verður þjóðríki i senn að geta boðið þegnum sínum upp á alþjóðleg tæki- færi og hina stað- bundnu kosti. Það verður að gefa þjóð sinni fijálsan aðgang að alþjóðlegri menningu um leið og það vakir yfir og vemd- ar sína eigin arfleifð. Landamæri verða að breytast úr múrum í far- vegi. Þegar spurt eru um hverjar hættur steðji helst að er því svar mitt að helsta hættan felist í að gera sér ekki grein fyrir þeim að- stæðum sem ég hef lýst hér. And- varaleysi og minnimáttarkennd getur leitt til þess að við glötum veganestinu sem við höfum í sjálf- stæðinu og menningunni. Sjálf- birgingsháttur og gamaldags vemdarstefna getur leitt til þess að við einöngrum okkur í fámenni og fjarlægð frá öðmm þjóðum. Þetta á líka við um tunguna. Mesta hættan sem steðjar að ís- lenskri tungu er að hætt verði að hugsa á íslensku, einsog Megas benti okkur á, hvað þá hugsa stórt. Þessvegna þarf stöðugt að beita henni á ný viðfangsefni sem rekur á fjörar okkar. „..alls staðar er óplægður akur sem hægt er að nýta til að tjá íslenska hugsun og þær myndir sem era á bak við okk- ar tungumál," segir skáldið Vil- borg Dagbjartsdóttir í nýrri bók. Á hinni nýju upplýsingaöld er ákaf- lega mikilvægt að íslenskan sé full- burða tungumál. Nú era þeir tímar að hefjast að tölvurnar skilja það mannamál sem þeim er kennt, og við stöndum einfaldlega frammi fyrir því á vinnustað og heima hvort við ætlum að nota íslensku eða ensku í þessum samskiptum. Við þessar aðstæður gæti tungunni verið búin meiri ógn en að henni hefur steðjað síðan á niðurlæging- artímum átjándu aldarinnar. Eitt helsta verkefni okkar á menning- arsviðinu á fyrstu áratugum ald- arinnar er því að treysta stöðu ís- lenskrar tungu í tölvuheiminum. Þess vegna er það brýnt verkefni almannavaldsirís að hefja myndar- lega sókn á sviði svonefndrar tungutækni með góðum stuðningi við verkefni sem stofnanir, fyrir- tæki og einstaklingar hafa und- irbúið til styrktar íslenskri tungu á þessu sviði. Fyrir íslenskuna og íslenska menningu er þó líka bæði sókn og vörn fólgin í því að Islendingar sjálfir mennti sig betur í tungum annarra þjóða og kynni sér menn- ingu þeirra ofan í kjölinn. Á slíkum fundum hefur íslensk hugsun þróast mest og best í sögu okkar. 3. Ég get ekki annað en fyllst bjartsýni þegar ég horfi fram á veginn. Auðinn, sem framkvöðlarn- ir skópu á liðinni öld er hægt að margfalda á þeirri nýju. Island hefur allt til að bera til að vera áfram í fararbroddi velferðarþjóða heimsins, þar sem allir hafa tæki- færi til að leita sinnar eigin ham- ingju. Möguleikar íslendinga era gríðarlegir. Við búum að traustum atvinnugreinum einsog sjávarút- vegi, og eram að reisa nýjar á grunni Netsins, íslenskrar náttúra, líftækni og fjármálaþjónustu. Á hverju sviðinu á fætur öðru búast íslendingar til útrásar. Fram- kvöðlar úr sjávarútvegi era að hasla sér völl í öllum álfum heims- ins. Kornungir íslendingar eru að byggja alþjóðleg stórfyrirtæki á sviði hugbúnaðar og fjarskipta og úr ótrúlegum fjölda smávaxinna sprota í þeim geira eiga eftir að vaxa stórir og traustir meiðir. Við eram að taka forystu á sviði mann- erfðafræði, sem hefur alla burði til að verða snemma á nýrri öld grunnur stórfellds hátækniiðnaðar á íslandi. í höndum ungs fólks er fjármálaþjónusta að verða að mik- ilvægu sóknarfæri gagnvart um- heiminum, og líkleg til að skila miklum verðmætum til baka. Nær alls staðar er mannshöndin búin að breyta jörðinni úr uppranalegri mynd og óspjölluð náttúra íslands er að verða að vin, sem æ fleiri heimsaekja sér til slökunar og fró- unar. í þessu felst gríðarleg auð- lind, ef við eram forsjál og tökum réttar ákvarðanir um hálendið og einstaka náttúru landsins. í upp- hafi nýrrar aldar blasa því við spennandi umbrotatímar sem er sannarlega gaman að lifa. Til að beisla tækifærin er eink- um þrennt sem þarf að tryggja. Við verðum í fyrsta lagi að efla og treysta menntakerfið. Það þarf ekki síst að bæta gæði háskólanna, og gera þá að skipulögðum mið- stöðvum þekkingarleitar. Tíminn skiptir öllu og til að skila þekking- unni sem fyrst út í framleiðsluna þarf í senn að stórefla rannsókna- tengt framhaldsnám við háskólana, og skapa jarðveg fyrir sprotafyr- irtæki sem umbreyta nýrri þekk- ingu í beinhörð verðmæti. I öðra lagi verðum við að leggja miklu þyngri áherslu á vernd umhverfis og náttúra. Sú framtíðarsýn, sem borið hefur á upp á síðkastið, að gera Island að eins konar verstöð stóriðju, er ekki framtíðarsýn mín. Við þurfum ekki aðeins að vernda okkar eigin náttúra heldur líka taka gildan þátt í alþjóðlegu sam- starfi á sviði umhverfisverndar, hvort heldur er til að bjarga norð- urhöfum frá mengun af völdum líf- rænna, þrávirkra efna eða til að draga úr hlýnun andrúmsloftsins. I þriðja lagi þurfum við að forðast að ótti eylendingsins við útlönd hamli auknum alþjóðlegum tengslum. Sagan kennir að menning og við- skipti Islendinga hafa jafnan blómstrað með auknum samskipt- um við umheiminn. Þegar ég horfi til baka fyllist ég stolti yfir þeim sterka svip sem starf jafnaðarmanna hefur meitlað á ásýnd aldarinnar. Á liðinni öld hefur jafnaðarstefnan lagt ríkulega af mörkum til að bæta lífsgæði fólks, og gefa því kost á að leita sinnar eigin hamingju. Hin al- þjóðlega hreyfing jafnaðarmanna bjó til áveitukerfin sem fluttu fjármagnið til í samfélaginu, frá þeim sem höfðu nóg að bíta og brenna, til hinna sem höfðu það ekki. Hér á landi lagði hreyfing jafnaðarmanna til bæði arkitekt- ana og smiðina að því einstæða vel- ferðarkerfi sem í dag býr þjóðinni öryggi í andstreymi. Þessi arfur birtist okkur i félagslega húsnæð- iskerfinu, almannatryggingunum, menntakerfinu og betri og opnari heilbrigðisþjónustu en víðast ann- ars staðar. Erindi okkar jafnaðar- manna á nýrri öld er meðal annars að verja þessi mikilvægu jöfnunar- tæki þeim atlögum sem nú beinast að þeim. Við aldamót kemst ég heldur ekki hjá því að fyllast þakklæti gagnvart þeim mörgu sem gerðu vegferð íslensku þjóðarinnar að göngu til sigurs. Fullveldið, og síð- ar stofnun lýðveldisins var for- senda þess að við náðum því að verða auðug þjóð. Sjálfstæðisbar- átta smáþjóðar er að sönnu alltaf í gangi, en hinni formlegu baráttu lauk með fullkomnum sigri okkar í landhelgisstríðum aldarinnar. Tím- inn sveipar blæju sinni yfir alla og í lok aldarinnar era þeir teknir að gleymast sem tóku nauðsynlega forystu á ýmsum sviðum þegar þjóðin braust úr örbirgð til auð- legðar. Við aldarlok finnst mér þeirra því miður ekki minnst að verðleikum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.