Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 25 Fjölmiðlamenn, hafíð nú vaðið fyrir neðan nefíð! ÞEIR sem stýra þróun tungumáls- ins framar öllum eruð þið fjölmiðla- menn nútímans. Dag hvern gnýr það á eyrum vor sem kemur úr munni ykkar. Ungt fólk lærir tung- una af vörum ykkar um ljósvakann. Deila má um hvort sé æskilegt að íslenskan haldi einkennum sínum og hvort eigi að halda í myndmál sótt í horfna atvinnuhætti. Ef þið lærið ekki rétt þær myndlíkingar mun það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, þó svo að þið leggið gjörva hönd á plóginn varðandi það hversu mjög þið leggið ykkur fram. Eg vara ykkur við að glata ekki niður þjóðararfi sem ykkur var fenginn í hendur. Þið eruð með fjöregg þjóðarinnar í munninum. Bætið þið ykkur ekki, er útséð um að varðveisla tungunnar mistakist. Því ríður á að rækta garðinn þar sem hann er lægstur. Að öðrum kosti fáum við í hverjum fréttum úr höndum ykkar skrautfjaðrir á við: „Að höfðu samræði stjórnarinnar og framkvæmdarstjóra félagsins"! „Hér getum við hreinlega gengið inn og gert þarfir okkar“. (Það var kirkja sem gengið var inn í og inn- göngunni sjónvarpað. Það mun hafa verið rætt í alvöru að vígja hana að nýju líkt og Möðruvallakirkju forð- um!) „Glasafrjóvganir eru í burðar- liðnum"! „Af þessu má ráða að enginn norðlenskur biskup getur tekið sér það Bessaleyfi að kalla sig Hóla- biskup nema hann sitji á Hólum.“ Ekki verður annað sagt en að þið teflið á tæpasta vað í því hættu- ástandi sem brátt mun hafa skapast varðandi grunnfærni málkunnáttu. Eg sem varð fyrir því að læra tungumálið fyrir löngu stend ráð- þrota varðandi það hvaða skilning á að leggja í orð ykkar. Það ríður baggamuninn varðandi þetta mál með hvaða hætti þið finnið á því átaksflöt. Það er sama hvaða aðili, einstaklingur eða meðlimur fjallar um fréttir. Hvort ég hlusta eða horfi á karlmeðlim eða kvenaðila. Flest ykkar mál er á sömu bókina lært. Það er komið í órafjarlægð myndi ég segja, - frá því máli sem ég var svo óheppinn að læra norður í landi forðum. Til dæmis er með- ferð ykkar á staðháttum einstak- lingum og aðilum sem eru bú- og/ eða staðsettir norðan og/eða austan Elliðaár með þeim hætti að mér er meinað að botna í því. Örnefna- samruni: Sprengisandur og Kjölur ná nú byggða á milli og hefur það þær afleiðingar í för með sér að flatarmál þeirra hefur um það bil fimmfaldast. Skaftártungur, Tálknadalur og Mývatn leika ykkur fótaskortslaust á fimri tungu. Nú gera menn flest það á Mývatni sem var einungis gerlegt á þar báti forð- um, fæðast, dansa, borða. Öll safn- heiti eintölu sem léku á tungu mál- fræðifornleifa eins og mér eru orðin að fleirtölu. Grjótin og smjörin, verðin og sölurnar, timbrin og hræðslurnar. Kálin og afslættirnir og keppnirnar sem íþróttamennirn- ir taka þátt í fyrir metfé. Lausa- göngur búfjár og akstrar fara ekki saman heldur. Vert er að taka fram að mál- skrúðið í þessari grein er að lang- mestu til ykkar sótt, til síbylju- stöðvanna, sjónvarpsstöðvanna og ríkisfjölmiðla. Margrét Indriðadótt- ir gerði kröfu til málfars undir- manna sinna meðan hún var frétta- stjóri á ríkisútvarpinu. Öll góð tímabil taka enda. Dæmi úr þessari stofnun frá 7/12 árið 2000 er: ... „þótt útséð sé um að endurtalningu verði ekki lokið á þeim tíma.“ Þarf að skýra fyrir einhverjum hvaða fingurbrjótur er hér? Sú stofnun sem á að vera til fyrirmyndar um málfar tekur þátt í að útbreiða nýtt málfar borgríkisins meðal þjóðar- Undan skilningstrjenu innar. Vitaskuld vinna margir fréttamenn á ríkisfjölmiðlunum sem kunna sígilda íslensku, einkum séu þeir gamlir í hettunni. Einnig yngri menn og konur upprunnin úti á landi. Hvar er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins? Það er sennilega rétt stefna útvarpsins að útvarpa hinni nýju íslensku sem það hefur tekið þátt í að búa til ásamt síbylju- stöðvunum, en ekki málið sem ég lærði, bæði málsfarlega séð og kjöt- farslega séð. Ræktuðu menn ekki þessi þúsund málfarsblóm, myndi æska þessa lands, offóðruð á þess- um andlegu fóðurkálum, ekki skilja hvað er að gerast í heiminum. Eg er hins vegar uppfullur af mis- skilningum. Það er rétt ákvörðun- artaka að meirihlutaaðilarnir skilji það fremur en minnihlutaeinstak- lingur sem varð fyrir því óláni að læra tungumálið of snemma af vörum höfðhverfskra aðila um 1950. Annað skapar óðfluga hættuástand. Hér eru flest málfarsblómin týnd úr því beði sem þið ræktið. Ég hef aðeins ritað örfáar málsgreinar á því máli sem ég lærði (sem!) ungur og eru því óskiljanlegar þeim sem tala ykkar mál. Ég hef hins vegar búið til fimmtán málfarsblóm sjálf- ur í ykkar stílgrein. Um annað það sem ég hef sett saman í ykkar stíl má segja að því sé ekki logið upp á ykkur, því að þið gætuð rétt eins hafa sáð þeim blómum sjálfir. Þrjá- tíu málfarsblómanna eru týnd úr ykkai' eigin beði. Ég get nefnt hvar. Ég vona því að þið skiljið greinina og misskilningarnir verði fáir, því að ég hef komið svo mjög á móts við ykkur varðandi öll ástönd sem ég hef gert skil málfarslega séð. Egill Egilsson Þarft þú að styrkja útlinurnar Silhouette og Body Scrub frá Karin Herzog er frábær hjálp til að undirstrika fagrar útlínur í byrjun nýja ársins! Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ...ferskir vindar í umhirðu húðar Veitingastaði Pizza Hut er að finna á eftirtöldum stöðum: • Stórhöfða við Gullinbrú 41 « Sprengisandi * Hótel Esju Suðurlandsbraut Nýkaup Kringlunni Frá og með 1. janúar 2001 geta fríkortshafar byrjað að venja komur sínar á Pizza Hut veitingastaðina og á Hard Rock Café í Kringlunni. Jafnframt þakkar Fríkortið Domino's Pizza samstarfið á liðnum árum en frá og með áramótum geta fríkortshafar ekki notað punktana sína hjá Domino's. Á Pizza Hut geta frikortshafar valið hvort þeir borða pizzuna á staðnum og njóta þar með þjónustu og hlýlegs umhverfis eða hvort þeir taka pizzuna með heim. Athugið að þegar pizzur eru sóttar fylgir alltaf ís af ísbamum með í kaupbæti handa fjölskyldunni og í janúar býður Pizza Hut fríkortshöfum (gegn framvísun kortsins) upp á frian ís af ísbamum þegar borðað er á staðnum. Um leið og Frfkortið óskar korthöfum gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári minnum við á skemmtilegt ár framundan, fullt af fleiri spennandi nýjungum fyrir korthafa. HÉRNA FÆRÐU PUNKTA: ÚTILÍF ÍSLANDSBANKI - hlutl af Islandsbanka-FBA Nýkaup • • • • •••• •• •••• •••• •••• ••• •••• • • 0 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • e • •• • • • • e • • • •••• ••• • • •• • •••• e ••• ••• ••• •••• 0 • •• • • ••• • • • • • • •• • • •• • • • • • •• • •• •••• i >••• i •• •• •••• •• • • • ••• • • • e •• • • • e • • • • •« • • • • # • • ••• • • • • • • • • e • • • • • • •« • e • • • • ••• • •••• • •• e • •• ••• •
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.