Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 30

Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Súkkulaði handa Binoche Franska leikkonan Juliette Binoche fer með eitt aðalhlutverkið í nýjustu mynd sænska leikstjórans Lasses Hallströms, Súkkulaði eða Chocolat. Arnaldur Indriðason segir frá leikkonunni sem unnið hefur með God- ard, Kaufman, Malle og Minghella en hafn- að samstarfí við t.d. Spielberg. EITT af því sem Binoche lærði þegar hún lék í Súkkulaði var að meta súkk- ulaði ogbúa það til. 1 myndinni leikur hún Vianne, franska konu sem sest að ásamt dóttur sinni í þorpi eftir síð- ari heimsstyrjöldina þar sem búa strangtrúaðir kaþólikkar. Hún opnar súkkulaðibúð skammt frá kirkjunni og gerir brátt allt vitlaust á meðal kaþólikkanna. Myndin snýst m.a. um trúarhita og ástríður og ekki síst súkkulaðigerð. Leikkonan kynnti sér til hlítar hvernig súkkulaðifram- leiðsla fer fram áður en tökur hófust og er nú orðin talsvert vandlát á kon- fektið ef marka má hennai- eigin orð. Gæðaleikstjórar „Ég fór og hitti súkkulaðigerðar- mann sem er reyndar í sama hverfi í París og tannlæknirinn minn,“ er haft eftir leikkonunni í bandaríska kvikmyndatímaritinu Premiere. „Ég vildi vita allt um leyndardóma súkku- laðigerðarinnar. Maður þarf ekki að þekkja vel inn á þá leyndardóma til þess að hætta að þola miðlungs- súkkulaði. Maður verður að fá það besta sem til er. Það er eins með leik- stjóra. Þegar maður hefur unnið með þeim bestu kærir maður sig ekki um aðra.“ Það er sænski leikstjórinn Lasse Hallström sem gerir myndina en í fyrra sendi hann frá sér aðra mynd sem vakti mikla athygli og var útnefnd til fjölda Oskarsverðlauna, The Cider House Rules. Hann virðist vera kominn á talsvert flug eftir magra daga í Hollywood en þangað fluttist hann eftir að sænska þroska- sagan Líf mitt sem hundur eða Mit liv som en hund vakti verðskuldaða athygli um heim allan. Myndir Hallströms gerðar í Hollywood hafa verið misjafnar að gæðum, sú besta er líklega What’s Eating Gilbert Grape?, þar sem Johnny Depp fór á kostum en Depp leikur einmitt að- alkarlhlutverkið í Súkkulaði og verð- ur fróðlegt að sjá hverju samvinna þeirra skilar í þetta skiptið. Hallström er einn af mörgum gæðaleikstjórum sem Juliette Bin- oche hefur starfað með undanfarinn áratug eða svo. í þeim hópi er að íinna Philip Kaufman, sem stýrði henni í Hinum óbærilega léttleika til- verunnar, Louis Malle, sem stýrði henni í frábærri en vanmetinni mynd sem heitir Damage (Jeremy Irons var stórkostlegur á móti Binoche), Krzystztof Kieslowski, sem hún lék fyrir í Þriggjalitatrílógíunni Blár, Hvítur, Rauður, og Anthony Mingh- ella sem stýrði henni í Enska sjúk- lingnum. „Juliette hefur greiðan aðgang að tilílnningum sínum og veit hversu lít- ið hún þarf að gefa fyrir framan myndavélina til þess að tilfínningar hennar komi fram,“ er haft eftir Hallström. Binoche hafði þegar verið ráðin í hlutverkið þegar Hallström kom að gerð myndarinnar og honum fannst að hann þyrfti „að losa aðeins um hömlurnar í henni. Ég kann mjög vel við spuna en held að Juliette hafi ekki haft mikið dálæti á honum. Og hún hafði ekki heldur mikið dálæti á því að við vorum ennþá að fíkta við handritið þegar tökur hófust. Enska er ekki hennar tungumál og henni var illa við að þurfa að læra nýjar setningar á tökudegi". Spurn eftir Binoche Binoche er fædd í París árið 1964 og er ein af kunnustu leikkonum Frakka í seinni tíð. Foreldrar hennar voru leikarar og skildu þegar hún var mjög ung. Hún fetaði í fótspor þeirra og stundaði leiklistarnám í París. Eftir að hafa farið með aukahlutverk í La vie de famille og Maríubæn eftir Jean-Luc Godard árið 1985 aðeins 21 árs að aldri hreppti hún aðalhlutverk í myndunum Rendez-vous og Slæmu blóði og gaf Daniel Day-Lewis ekk- ert eftir í fyrstu myndinni sem hún lék í á ensku, Óbærilegum léttleika tilverunnar. Síðan þá hefur hún leikið jafnt í frönskum, enskum og banda- rískum bíómyndum. Hún var ein- eygður málari í Les amants du pont neuf árið 1990 og lék Cathy í Fýkur yfir hæðir á móti Ralph Fiennes. Louis Malle fékk hana til þess að draga Jeremy Irons á tálar í Damage og Kieslowski hafði hana í litamynd- um sínum eins og áður sagði, trílógíu sem hann nefndi eftir litunum í franska fánanum og standa fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralag. Mynd- imar urðu til þess að Kieslowski var loks viðurkenndur sem fremsti leik- stjóri Evrópu en hann lést skömmu eftir gerð þeirrar síðustu. Mikil spurn er eftir Binoche í kvik- myndimar. Áður en kom að Súkkul- aði hafði hún leikið í þremur frönsk- um bíómyndum í beit en samband hennar við Hollywood er viðkvæmt. „Ég hef upp á síðkastið verið beðin um að leika í amerískum stórmynd- um,“ segir hún. „Það setur mig í vanda. Stundum verður maður að neita að gera hlutina, jafnvel þótt maður hugsi með sjálfum sér: Kannski á ég aldrei eftir að fá annað hlutverk. Hún mun hafa afþakkað hlutverk í Mission: Impossible eftir Brian De Palma en það fór síðar til Emman- uelle Béart. Hún hefur tvisvar neitað Steven Spielberg. í fyrra skiptið vildi hann fá hana til þess að leika í Júra- garðinum hlutverk sem Laura Dem síðar hreppti. í síðara skiptið neitaði hún að leika fyrir hann í Lista Schindlers konu „sem er nauðgað og síðan drepin. En ég vildi mjög gjarn- an vinna fyrir Spielberg. Þetta er bara spuming um rétta verkefnið og rétta tímasetningu. Maður verður að fylgja sinni tilfinningu og mín tilfinn- ing hefur verið sú að fjalla aðeins um það sem ég hef áhuga á, nefnilega mannlegt eðli“. Peningar skipta engu „Það er eitthvað við Juliette sem er sérstaklega franskt," er haft eftir sænsku leikkonunni Lenu Olin, eig- inkonu Hallströms og mótleikara Binoehe í Súkkulaði og Óbærilegum léttleika tilvemnnar. „Það er virðing- aivert hvemig hún hefur haldið á málum. Hún er algerlega sönn í því sem hún gerir og ég held að það sé henni mjög mikilvægt að það breytist ekki. Það hefur ekki gengið átaka- laust fyrir sig.“ „Lasse leyfði mér að gera það sem ég vildi,“ segir hún um Juliette Binoche í hlutverki sínu í kvikmyndinni Blcu eða Blár eftir Krysztof Kicslowski. Associated Press Juliette Binoche við skiltið á sælgætisbúðinni sem hún á og rekur í myndinni Chocolat en þetta er fyrsta enskumælandi mynd hennar frá því að hún lék í Enska sjúklingnum. Reuters Samleiks þeirra Juliette Binoche og bandaríska leikarans Johnny Depp í „Chocolat" eða Súkkulaði hefur verið beðið með eftirvæntingu en myndin var frumsýnd nú um miðjan mánuðinn. Súkkulaði. „Hlutverkið bauð upp á mikla fjölbreytni og ég gaf honum sitthvert súkkulaðið í hverri töku.“ Aðrir leikarar í myndinni eru Judi Dench, Olin, eins og áður sagði, Carrie-Ann Moss, sem fór með að- alkvenhlutverkið í The Matrix, og Alfred Molina ásamt Johnny Depp. Miramax framleiðh- myndina, fyrir- tækið gerði einnig The Cider House Rules og Enska sjúklinginn, en fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd hreppti Binoche Óskarinn. Þegar hún hafði lesið handrit Súkkulaðisins heimtaði hún að fá að leika aðalhlutverkið og forstjórinn, Harvey Weinstein, veitti henni fúslega leyfið. Næst leikur Binoche á sviði á Broadway í leikritinu Svik eða Betrayal eftir Harold Pinter, en það fjallai- um ástarþríhyrning. „Þetta er mjög þungt stykki en heillandi," seg- ir leikkonan. „Ég fer mun dýpra í vangaveltum um ástina í þessu stykki en í Damage sem einnig fjallaði um ástai'þiáhyming. Hún var ekki nógu djúp.“ Hún fær lágt kaup miðað við það sem hún fengi ef hún léki í bíómyndum en „ég þarf ekki mikla peninga", segir hún. „Það get- ur verið byrði að eiga mikið af pen- ingum. Ég myndi fyllast sektar- kennd.“ fe ' - : < ' . Associated Press Juliette Binoche fagnar Óskarsverðlaununum fyrir bestan leik í auka- hlutverki kvenna í Enska sjúklingnum árið 1997.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.