Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 31 / Aramótaávarp (hins óbreytta borgara) Það liggur við að maður skammist sín fyrir að hafa það ekki nóffu gott og lætur þess vegna eins og mað- ur hafí það gott, skrifar Ellert B. Schram í annál sín- um um árið sem er að líða. GÓÐIR landsmenn, nær og fjær. Upp úr áramótun- um gekk hann í stífa suðvestan átt með slyddu og slagveðri. Það var þá sem mér versnaði í hnénu og skömmu síðar lagðist ég í ælu- pest og fékk þar að auki tak í bakið og varð hálfrytjulegur í framan, sem skemmdi útlitið. Ekki var á það bætandi. Allt þetta hafði slæm áhrif á fjölskylduna, sem hélt að ég væri loks að verða gamall og ég man að konan mín fór um þetta leyti að tala um erfðaskrá og öryggi barnanna í framtíðinni. Ekki var laust við að sjálfur hefði ég móral út af því hversu aldraður ég gæti orðið eftir tuttugu ár, þegar yngstu bömin kæmust í fullorðinna manna tölu. Þetta hélt fyrir mér vöku. egar líða tók á veturinn svaf ég bet- ur en hraut meira og það var til þess að um tíma skapaðist krísu- ástand á heimilinu, því enginn gat sofið nema ég, og fjölskyldan lét á sjá vegna þreytu og svefnleysis og varð það henni til happs að undirritaður skrapp til útlanda undir vorið. Eftir það fengu bæði börnin og konan eðlilegan svefn og tóku gleði sína á nýjan leik. Engin eftirmál urðu af þessu og ég fæ enn að sofa í hjónarúminu. Tilviljun og heppni réð því að ég komst hvorki á menningarhátíð né kristni- tökuhátíð þegar Islendingar héldu upp á það að vera bæði kristnir og menning- arsinnaðir, þótt enginn mætti í rauninni vera að því. Því réðu fjölmiðlar og gott ef ekki nasistar og þetta annríka iðjuleysi sem er fólk lifandi að drepa. Og það er sosum nóg að vera krist- inn þótt maður haldi ekki upp á það líka og menningin plummar sig þótt maður megi ekki alltaf vera að því að sinna henni. En báðar þess- ar hátíðir gengu vel að sögn þeirra sem fylgdust með þeim í sjónvarpsfréttum og ráðamenn glöddust yfir því fámenni sem samankom á Þingvöllum, sem sýnir að þeir eru enn í tengslum við þjóð sína ogvita hvað hún vill. Og hvar hún mætir. Og hvar hún mætir ekki. Talandi um ráðamenn, þá hitti ég nokkra þeirra á árinu og flestir heilsuðu mér kumpánlega, sem sýnir hvað þeir eru alþýðlegur við ókunna, sem stafar sennilega af því hvað við hittumst sjaldan. Og hvers vegna ætti líka forsætisráðherra eða borgarstjóri eða Össurar allra flokka að vera leiðinlegir við nokkurn mann, sem engu máli skiptir og er bara þarna út í bæ að vinna sína vinnu og æmtir hvorki né skræmtir og jánkar öllu sem sagt er og er hinn hljóðláti óbreytti borgari sem gengur samviskusamlega í kjörklefann til að veita þessu fólki umboð til að fara fram úr á morgnana og fram úr sjálfum sér og fram úr í kostnaði? Að vild. Enda eru framúrkeyrsla á stefnuskrá þeirra allra. S liðnu sumri bar það helst til tíðinda að ég fór að spila golf, eða réttara sagt, fór að læra hvernig eigi að spila golf og mér var sagt að höggin væru undir herðunum komin eða bakinu eða hnjánum eða mjöðmunum og svo þyrfti ég að halda höfðinu kjuru og ég þakkaði mín- um sæla fyrir að enginn skyldi segja mér að höggin væru undir kynfærunum komin, því satt að segja var þessi golfáhugi farinn að valda vandræðum á heimilinu vegna tíðra fjarvista og grunsamlegi'a seinkana og svo voru harðsperrurnar slíkar að ég var ekki til neins brúks fyrr en þeir lokuðu völlunum! Um haustið var ég settur í for- eldraráð í skólanum og í foreldraráð í íþróttafélaginu og var þannig lagð- ur í einelti til að forða því að krakkarnir mínir væru lagðir í einelti en svo fóru kennararnir sem betur fer í verkfall og þá lagaðist þetta hernaðarástand og segja má að haustönnin hjá mér hafi verið frekar róleg, nema nú fór að tínast inn gluggapósturinn, þar sem lánin hækkuðu jafnt og þétt, eftir því sem ég borgaði meir. Það gerir blessuð verðbólgan, sem er komin á kreik aftur, án þess þó að það teljist mikill efnahagsvandi nema hjá þeim sem skulda. Okkur var líka nær, þessum ösnum, að taka lán og halda að hægt sé að borga lánin aftur. Það tekur heila mannsævi og er ekki lengur á valdi þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur. En maður getur ekki kvartað. Allir hafa það svo gott og því þá ekki ég? Það liggur við að maður skammist sín fyrir að hafa það ekki nógu gott og lætur þess vegna eins og maður hafi það gott. Hvað gerir maður ekki fyrir ríkisstjórnina og þjóðfé- lagið og hvað gerir maður ekki fyrir ásjón- una og samferðamennina og alla hina, sem hafa það gott og maður getur ekki verið minni maður. Eða hvað? Það er einmitt þetta, sem er svo ánægjulegt, góðir lands- menn, við árið sem er að líða, hvað efna- hagurinn er góður og launin há og atvinn- an mikil og þjóðin hagsæl og hvað lánið leikur við okkur. Jafnvel Evrópubandalag- ið lagði ekki í það að banna fiskimjölið, þegar utanríkisþjónustan vaknaði til lífsins og fimmfaldur lottóvinningur gekk út og öryrkjar fengu óvæntan jólaglaðning þeg- ar Hæstiréttur ákvað að refsa þeim ekki fyrir að vera giftir! Lánið ríður ekki við einteyming! Einkavæðingin gekk vel og ég segi fyrir mig að nú erum við hjónin búin að einkavæða reksturinn á heimilinu, þannig að ég sé um að minna Ágústu á að taka til og elda matinn og sinna krökk- unum, meðan verkaskiptingin og einka- væðingin leiðir til þess að ég hef næði til að halla mér og lesa blöðin og kynna mér þjóðmálin og ferðast til Ástralíu og skilja börnin eftir á framfæri konunnar, meðan ég sinni landi og þjóð í fjarlægum löndum. Til að bera út hróður Islands, sitja veislur og taka undir það, hvað þessi íslenska þjóð ber af öðrum þjóðum miðað við höfðatölu. etta er veglegt og verðugt hlutverk. Já, það er mikil gæfa að vera ís- lendingur og hér er allt í lukkunnar velstandi, ef ekki væri fyrir það að bíllinn er hættur að fara í gang á morgnana og ég er farinn að hrjóta aftur á næturnar og fóturinn fer versnandi í norðangarranum. Að öðru leyti er líðan mín góð eftir at- vikum. Bara fjári góð. HUGSAÐ UPPHÁTT , 5Qi 'ini £ 3 :0 & - • i. Starfsnám í förðun gefur margvísleg tækifæri á vinnumarkaði Ljósmynda- og tískuförðun Leikhus- og kvikmyndaförðun AUar nánari upplýsingar í súma 588 7575 eða á www.fardi.com Förðunarskóli Islands Einholti 2 105 Reykjavík www.mbl.is Ábendingar frá lögreglu Meðferð skotelda og umgengni við bálkesti og brennur Lögreglan vill sérstaklega hvetja alla til að sýna varúð í umgengni við skotelda, blys og brennur um áramót. Vakin er athygli á að fylgja ber leiðbeiningum um meðferð skotelda og virða aldursmörk en óheimilt er að selja börnum yngri en 12 ára skotelda og í sumum tilvikum unglingum yngri en 16 ára. Við brennu og í næsta nágrenni er öll meðferð skotelda bönnuð, en leyfilegt er að nota stjörnuljós og blys. Lögreglan óskar landsmönnum öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári og minnir á að áfengisneysla og notkun skotelda og blysa fara aldrei saman. Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Bnnnni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.