Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B ' sífellt harðnandi samkeppni og stöðugum kröfum um meiri fram- leiðslu og lægra verð, hefur þrýst bændum til notkunar ódýrasta fóð- urs sem fæst. Þegar afleiðingar þessa reynast nýr sjúkdómur og bitna þannig á heilsu manna virðist skapast múgsefjun þar sem krafist er aðgerða sem hvorki styðjast við vísindi né hagfræði. Akvarðanir eru síðan teknar án fræðilegra raka og íslenskum bændum birtast þær sem krafa um bann við notkun fiskimjöls í fóðri jórturdýra en fiskimjöl hefur verið mesti og besti próteingjafi í kjamfóðri hér í marga áratugi. Afleiðingarnar verða væntanlega að íslenskir bú- vöruframleiðendur neyðast til að flytja inn prótín til fóðurs jórt- urdýra með ærnum kostnaði og aukinni sjúkdómaáhættu bæði fyrir neytendur og búfé. Upphaflegu markmiðin, þ.e. ódýrari og örugg- ari búvara í kjölfar opinnar sam- keppni, hafa snúist í andhverfu sína. Skipting neytendakrónunnar Það er sameiginlegt markmið landbúnaðar og verslunar að sjá neytendum fyrir hollum og örugg- um matvælum á sanngjörnu verði. Góð samvinna þessara aðila er for- senda þess að ná markmiðinu. Eigi að síður eru átök um skiptingu neytendakrónunnar óhjákvæmileg og virðist verslunin ætla sér auk- inn hlut. Við slíkt geta búvöru- framleiðendur ekki sætt sig, enda ekki í takt við umræðu síðustu ára ef hagræðing og samþjöppun í verslun og aukin hlutafjárvæðing leiða til þess að verslunin þurfi stærri hluta af neytendakrónunni. Byggðaþróun Margt hefur verið reynt á und- anförnum árum til að skapa ný at- vinnutækifæri á landsbyggðinni og styrkja dreifbýlið. Aukin umsvif og veruleg atvinnusköpun í ferðaþjón- ustu sýna hvað hægt er að gera. Þar hafa ferðaþjónustubændur átt drjúgan hlut að og margir þeirra náð góðum árangri Eigi að síður hefur á undanfömum árum verið stöðugur straumur fólks frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. Þessu hafa fýlgt félagsleg vandamál bæði á þeim svæðum sem flestir hafa yfirgefið og ekki síður þar sem fólki hefur fjölgað mest. Mikil verðmæti hafa farið forgörðum í dreifbýli bæði efnisleg en ekki síður varðandi þekkingu á landinu og nýtingarmöguleikum þess. Á sama tíma hefur skapast ofþensla á suðvesturhorninu með vandamálum sem bitna á lands- mönnum öllum. Flestir virðast sammála um að þessi þróun sé ekki æskileg og við henni þurfi að sporna. Hins vegar er deilt um or- sakir þróunarinnar og meðan svo er þarf tæpast að vænta aðgerða sem ná að snúa henni við. Tækni- væðing og breyttir framleiðslu- hættir í landbúnaði og úrvinnslu- greinum hans eiga hér efalaust nokkurn hlut að máli. Samþjöppun þjónustu í færri og stærri einingar, sem fiestum hefur verið valinn staður á suðvesturhorninu, hefur einnig átt sinn þátt. Mestu veldur þó ef til vill að það nána sambýli hafs og lands sem var undirstaða sjávarþorpanna með ströndum landsins hefur rofnað. Þjóðarsátt um landbúnaðinn Bændur tóku virkan þátt í þjóð- arsáttarsamningunum í byrjun síð- asta áratugar og lögðu þar meira af mörkum en þeir raunar höfðu efni á. Á móti hefur skapast sátt um landbúnaðinn sem hefur auð- veldað samninga um starfsskilyrði hans og efalaust átt þátt í aukinni búvörusölu. Kjör flestra bænda hafa því batnað nokkuð á síðustu árum þótt sá bati sé minni en hjá flestum öðrum stéttum. Góð bú- vörusala, stöðugleiki í starfsum- hverfi landbúnaðarins og aukinn skilningur á fjölþættu hlutverki hans gefa bændum nú tilefni til nokkurrar bjartsýni um komandi ár. Gleðilegt nýtt ár. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Staðfest- an skilar árangri ÁRIÐ 2000 hefur verið viðburðaríkt ár innan lands sem utan. Aþjóðavæð- ing í fjölbreyttri mynd ryður sér brautir um alla jarðarkringluna; alls staðar af þunga og með vaxandi hraða, sums staðar af miklu offorsi. Alþjóðavæðingunni fylgja bæði kost- ir og gallar. Kostimir felast í því að færa fólk saman, fjarlægðir eru að engu gerðar með neti og öðrum nú- tíma fjarskiptum. Tækniframfarir sem eru samfara þessari þróun gera okkur síðan fært að nálgast upplýs- ingar á auðveldan og aðgengilegan hátt. Allt þetta er til þess fallið að styrkja lýðræðið, því bæði þekking og auðveld samskipti fólks eru for- sendur þess að lýðræði fái þrifist og dafnað. Heimurinn allur er undir Þetta hefur meðal annars leitt til þess að fundir og ráðstefnur sem verkstjórar alþjóðavæðingar fjár- magnsins hafa haldið um árabil í kyrrþey eru nú á vitorði fjölda fólks í öllum homum heims og þetta fólk lætur sig skipta hvað er sýslað með á fundum Alþjóðabankans, Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Fundir þess- ara stofnana á síðustu mánuðum og misseram í Seattle, Washington og Prag hafa fært okkur heim sanninn um að handhafar alþjóðafjármagns- ins munu ekki lengur komast upp með að setja fátækari hluta heimsins stólinn fyrir dyrnar eins og tíðkast hefur um árabil án þess að gagnrýni sé hreyft. Innan verkalýðshreyfing- arinnar um heim allan er vaxandi vilji til að taka þátt í þessari baráttu. Alls staðar gera menn sér grein fyrir því að fjármagnið virðir engin landa- mæri, hvort sem er landamæri ein- stakra ríkja eða heimsálfa, heimur- inn allur sé undir og hreyfingunni beri að di-aga af því lærdóma og beita sér í öflugu samstarfi á al- heimsvísu. Siðferðilegir þröskuldar Önnur þróun sem einnig lofar góðu er viðleitni sem nú verður vart á alþjóðavettvangi: að reyna að reisa skorður við því að grafið verði undan velferðarþjóðfélögum, sem fjár- magna almannaþjónustuna með skattfé, með undirboðum. Mörg ríki hafa reynt að laða til sín erlend fyr- irtæki með því að bjóða þeim skatta- ívilnanir. Nú er um það rætt að bind- ast samtökum um að ríki komi sér saman um lágmarkskröfur, eins kon- ar siðferðilega þröskulda sem enginn skríði undir. Fjölþjóðlegri tilraun af þessu tagi var hrint af stokkunum á vegum OECD fyrir tveimur áram eða þar um bil og hefur því starfi verið haldið áfram á þessu ári. Sú til- raun gengur út á að útrýma svoköll- uðum skattaparadísum. Tvö aðildar- ríki OECD neituðu að taka þátt, Sviss og Lúxemborg, en einnig er að finna fjölmörg svæði sem stunda undirboð af þessu tagi, veita skatta- skjól og skella þannig skollaeyram við þessu alþjóðlega ákalli. Má þar nefna Ermarsundseyjar á borð við Guemsey. Því miður hafa íslending- ar róið á öll þessi mið, Kaupþing opn- aði útibú í Lúxemborg með mikilli viðhöfn og ríkisbankamir hafa stært sig af því að geta boðið viðskiptavin- um sínum upp á bankaleynd á er- lendri grandu. íslendingar sýni víðsýni og axli ábyrgð Allt þetta er því alvarlegra eftir að upplýst var um óhugnanlegt fjár- streymi út úr landinu á undanföm- um áram. í tengslum við umræðu um lög sem heimila frestun á skatt- lagningu hagnaðar af hlutabréfum var upplýst að á tveimur áram hefðu 636 einstaklingar komið sér hjá skattlagningu á 20 milljörðum króna og að öllum líkindum hefðu þeir flutt mest af þessu fjármagni úr landi. Ef þetta fjármagn hefði verð skattlagt hefði það skilað 8,5 milljörðum til ríkis og sveitarfélaga. Þetta er ábyrgðarleysi á kostn- að annarra þjóðfélags- þegna. Að hluta til er þetta fjármagn sem einstaklingar hafa fengið með því að veð- setja fiskinn í sjónum en halda síðan með ut- an til fjárfestinga í skjóli bankaleyndar. Era þá ónefndir þeir aðilar sem makað hafa krókinn á hvers kyns penningabraski. Það er sorglegt til þess að vita að á sama tíma og menn reyna á alþjóðavettvangi að stemma stigu við undirboðum og fjármálabraski skuli íslensk stjóm- völd hrinda af stokkunum sérstöku átaki í samvinnu við Verslunarráð íslands til að laða hingað erlend fyr- irtæki með því að bjóða þeim vild- arkjör. Viðskiptaráðherra hefur við- urkennt opinberlega að þetta sé á gráu svæði. Á því svæði leyfa menn sér engu að síður að halda sig. Þetta þrönga sérhagsmunasjónarhom er Islendingum ekki sæmandi. Við eig- um að sýna víðsýni og ekki skjóta okkur undan því að axla ábyrgð. Heilbrigðisráðherra vill bæta almannaþj ónustuna Allt þetta stríðir gegn vilja ís- lensku þjóðarinnar. í umfangsmikilli könnun sem BSRB lét gera um við- horf Islendinga til velferðarþjónust- unnar kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill trausta og vandaða almannaþjónustu sem fjár- mögnuð sé með sköttum en ekki not- endagjöldum. Hvers kyns einkavæð- ing þessarar þjónustu fékk því lága einkunn. í þeim anda að bæta al- mannaþjónustuna hefur BSRB beitt sér af alefli á undanfömum misser- um. Á árinu var fulltrúum ríkis og sveitarfélaga boðið upp á samstarf með það að markmiði að vinna sam- eiginíega að því að bæta þjónustu hins opinbera við al- menning. Síðastliðið sumar kom í ljós áhugi fjárfesta á að hasla sér völl innan heilbrigðis- þjónustunnar en á und- anfórnum mánuðum hafa haft sig talsvert í frammi einstaklingar starfandi á því sviði, sem betur fer ennþá í miklum minnihluta, sem virðast leggja meira upp úr viðskipta- sjónarmiðum og eigin- hagsmunum en al- mannahag. I ljósi þessa er mikilvægt að heild- arsamtök launafólks fái aðgang að viðræðuborði með stjórn- völdum um stefnumótun þar sem áhersla verði lögð á þjónustu við not- endur og hagsmuni skattgreiðenda. Það var því sérstakt fagnaðarefni þegar heilbrigðisráðherra varð við beiðni BSRB um slíkt samstarf og bauð fulltrúum allra helstu verka- lýðssamtaka í landinu á haustdögum til viðræðu. Þetta er lofsvert og lífs- nauðsynlegt. í ljósi þeirrar peninga- og gróðahyggju sem setur svip á samskipti margra heilbrigðisstofn- ana og menntastofnana við fjármála- fyrirtæki er þörf á mótvægi. Einok- unarsamningar heilbrigðisstofnana við samstarfsfyrirtæki svissneska lyfjaauðhringsins Hoffman la Roche og viðskiptasamningar háskólanna við það fyrirtæki og önnur gefa til- efni til að óttast að nánast flest sé orðið falt. Fæðingarorlof og aðrar réttarbætur Tvennt stendur upp úr þegar ár- angur samtaka launafólks og ann- arra hreyfinga sem starfa í almanna- þágu er metinn á árinu. í fyrsta lagi era fæðingarorlofslögin sem taka gildi um næstu áramót mikilvægt framfaraspor. Fæðingarorlofssjóð- urinn er byggður á hugmyndum sem settar voru fram á bandalagsráð- stefnu BSRB um miðjan tíunda ára- tuginn. Þá er þess að geta að í sam- vinnu við BHM og KI verður jafnhliða þessum sjóði starfandi Fjölskyldu- og styrktarsjóður sem settur er á fót til þess að tryggja að enginn tapi réttindum sem hann naut fyrir þessar breytingar. í- samningum sem þessi samtök gerðu við ríki og sveitarfélög, þar með talda Reykjavíkm-borg, var einnig gengið frá ýmsum mikilvægum rétt- arbótum og samræmingu á réttinda- kerfum sem gagnast launafólki vel. Árangurinn megum við þakka vönd- uðum vinnubrögðum, góðri sam- stöðu framangreindra samtaka, staðfestu og baráttu í langan tíma. Staðreyndin er sú að samstaða og staðfesta skilar árangri. Árangursrík barátta öryrkja Hitt atriðið sem ber að nefna í þessu samhengi er sigur Öryrkja- bandalagsins í baráttunni fyrir við- urkenningu á því að það verði talið til mannréttindabrota að tengja ör- orkulífeyri við tekjur maka. Hæsti- réttur hefur kveðið upp úr með að gróflega hafi verið brotið á öryrkjum um árabil og er ömurlegt að ríkis- stjórnin skuli nú leita allra bragða til að tefja að öryrkjum séu greiddar þær bætur sem þeim ber að fá. Þjóð- in mun aldrei sætta sig við annað en öryrkjar fái fullar bætur og er óskilj- anlegt að þetta skuli ekki þegar hafa verið framkvæmt. Mörg verkefni bíða verkalýðs- hreyfingarinnar á komandi ári. • Kjarasamningar félaga innan al- mannaþjónustunnar era víðast laus- ir en ekki ber þó síður að horfa til viðfangsefna sem heildarsamtökin hljóta að koma að. Húsnæðismálin era í kreppu, miklu dýpri en margir gera sér grein fyrir, skattamál og al- mannatryggingar krefjast gagn- gerrar endurskoðunar og í þjóð- félaginu er víða að finna mein sem þarf að uppræta. Nú um hátíðamar hefur þjóðin orðið vitni að því að mörg hundrað fjölskyldur hafa þurft að leita aðstoðar hjálparstofnana til Ögmundur Jónasson Um leið og við kynnum nœstu námskeið óskum við viðskiptavinum okkar friðar á komandi ári. Anna Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 11. janúar - Þri. og fim. ki. 19:30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Yoga - breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur hefst 10. janúar - Mán. og mið. kl. 19:30 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Opnir jógatímar - stundaskráin tekur gildi miðvikudaginn 3. janúar Kennarar auk Ásmundar og Önnu eru Daníel Bergmann, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Lísa B. Hjaltested. Tími Mánud. Þríðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. 16.20-17.10 yoga yoga Ki. 9.00- 17.20-18.10 yoga yoga yoga yoga yoga 10.00 18.15-19.00 satsanga yoga 18.20-19.10 yoga yoga yoga yoga Stakur tími kr. 1000 | 1 mán. kr. 8.500 | 3 mán. kr, 19.900 | árskort kr. 49.000 Næsta kennaraþjálfun hefst helgina 9.-11. febrúar. Ásmundur Gunnlaugsson heldur YQfiA^ STUDIO Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 www.yogastudio.is I verslun okkar er að finna: Nýja sendingu af nuddbekkjum frá Custom Craftworks, Biotone nuddvörur á tilboði og Oshadi 100% hágæða ilmkjaranaolíu. www.mbl.is i. ' v'teMMis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.