Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 48

Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 48
;l. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 48 B SUNNUi LINUHONNUN VERKFRÆÐISTOFA ... á/ v-'i/f/ g/á'ð/t/a/ ts/e/t/k/a/ Vinna og skemmtun, allt í senn Finnst þér ekki kominn tími til að breyta aðeins til og reyna eitthvað nýtt. Við erum að leita að burðarþolshönnuð- um og verkefnastjórum. Við reynum að gera verkefnin að skemmtun með því að leita að einhverju nýju og spennandi í hverju verki og finna bestu lausn í leiðinni. Við erum nýbúin að hanna burðarvirki í stærsta hús landsins, Smáralind, og erum nú að fást við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur ásamt öðrum verkefnum, þar sem við beitum nýjum hugmyndum í jarðskjálftahönnun. Við stýrum í dag byrjunarframkvæmd- um við nýjan, risastóran tæknigarð hjá Danfoss í Danmörku, þar sem við höld- um utan um hugmyndasmíð, byggingar- framkvæmdir, margmiðlun o.fl. Við erum nýbúin að leysa erfið vanda- mál í orkukerfi Fílabeinsstrandar í Afríku. Við erum búin að endurvekja gerð boga- brúa á íslandi og skapa nýja brúargerð, seglbrú, sem aldrei hefur verið byggð í heiminum, en verður kannski reist fyrst í Þýskalandi. Við aðstoðum við hönnunar- og bygg- ingarstjórn hjá íslenskri erfðagreiningu og vinnum þar með einu framsæknasta fyrirtæki landsins. Og við erum nýbúin að huga að kafbáta- lægi á Suðurnesjum, þar sem Harrison Ford mun e.t.v. leika í enn einni stór- myndinni. Og við viljum vinna með þér. Hafðu samband við okkur í síma 585 1500, eða sendu okkur línu á Suður- landsbraut 4A eða á tölvupóstfangið lh@lh.is . FRAM FÓTBOLTAFÉLAG REYKJAVÍKUR HF. FRAM FÓTBOLTAFÉLAG REYKJAVÍKUR HF. var stofnað á árinu 1998 og er tilgangur félagsins að sjá um rekstur meistara-, 1. og 2. flokks Knatt- spyrnufélagsins Fram í knattspyrnu. Framkvæmdastjóri Fram Fótboltafélag Reykjavíkur hf. leitarað framkvæmdastjóra til starfa hjá félaginu til að sjá um daglegan rekstur félagsins. Starfssvið: — Markaðsmál — Áætlanagerð — Fjármálastjórn — Starfsmannamál Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar félagsins Sveinn Andri Sveinsson, (sveinnandri@icelaw.is). Vinsamlegast sendið umsóknir til auglýsingadeildar Mbl., merktar „FRAM", fyrirfimmtudaginn 11. janúar 2001 klukkan 12.00 á hádegi. Störf í boöi www.radning.is íþróttakennarar Grunnskólinn á Hellu auglýsir eftir íþrótta- kennara til þess að annast íþróttakennslu á vorönn. Á Hellu erfrábær íþróttaaðstaða og gott vinnuumhverfi. Vinsamlegast hafið samband við undirritaða og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sígurgeir Guðmundsson, skólastjóri, í símum 487 5441/894 8422 og Pálína Jónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, í símum 487 5442/487 5891. HÁSKÓLINN Á AKUREYHI ÍSLENSK ERFÐAGREINING Háskólakennarar Háskólinn á Akureyri er sterk stofnun í örri þróun og hefur mótandi áhrif á um- hverfi sitt og menntun í landinu. Háskól- inn á Akureyri býdur góða starfsaðstöðu í metnaðarfullu umhverfi á Akureyri. Há- skólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla að sækja um laus störf. Háskólinn á Akureyri hyggst hefja kennslu í tölvu- og upplýsingafræðum til BS prófs haustið 2001. Auglýstar eru til umsóknar þrjár stöður há- skólakennara (prófessor/dósent/lektor) í upp- lýsinga- og tölvunarfræðum. Ein af þessum stöðum er jafnframt staða deildarforseta nýrrar upplýsingadeildar. Gert er ráð fyrir því að samhliða kennslu við HA verði háskólakennararnir starfsmenn ís- lenskrar erfðagreiningar á Akureyri og taki þar þátt í starfi og rannsóknum fyrirtækisins eins og henta þykir. Grunnlaun eru samkvæmt kjarasamningi Fé- lags háskólakennara á Akureyri en jafnframt mun íslensk erfðagreining bjóða launakjörtil samræmis við markaðslaun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun, a.m.k. meistaragráða í viðkomandi fræðigrein. • Forystuhæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í uppbyggingu kennslu og rannsókna ítölvu- og upplýsingafræðum. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil, vísindastörf, kennslu- störf, stjórnunarstörf og önnur störf. Með um- sóknum skulu send eintök af þeim vísindaleg- um ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Nauðsynlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum og rannsóknum umsækjend- ur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ætlast ertil að umsækjendur láti fylgja nöfn og símanúmer minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Nánari upplýsingar veitir Helgi Gestsson, HA, helgig@unak.is . Vinsamlegast sendið umsóknirtil skrifstofu Háskólans á Akureyri, fyrir 31. janúar 2001 merktar: Umsókn UTF. Kokkanemar og þjónar Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar frá- bærar móttökur, og til að gera gott enn betra, ósk- um við eftir 2 kokkanemum og 2 þjónum í vinnu. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 562 3232 (kokkanemar) og Gísli í síma 562 3232 (þjónar). Gleðilegt nýtt ár. Rauði kross íslands Svæðisfulltrúi á Vesturlandi Rauði kross íslands óskar að ráða starfsmann á Vesturland sem hluta af stuðningi RKÍ við deildirnar á svæð- inu. Um 80% starf er að ræða. Áætlað er að um helmingur tímans sé viðvera á skrifstofu. Hinn hlutinn fer í fundi, námskeiðahald og ferðalög um svæðið. Helstu verkefni: • Auka tengsl milli skrifstofu RKÍ og Rauða kross deilda á Vesturlandi. • Framkvæmdastjórnun svæðisráðs og einnig að sinna sameiginlegum verk- efnum deilda á svæðinu og styðja þær. • Aðstoða deildirnar við að koma af stað nýjum verkefnum. • Rauða kross fræðsla á svæðinu. • Aðstoð við námskeiðahald, kynning- armál og útgáfustarf. • Stuðningur við barna- og ungmenna- starf RKÍ. • Fylgja eftir skipulagi neyðarvarna RKÍ. Kröfur til umsækjanda: • Þarf að vera lifandi í starfi, vinnusam- ur og hafa frumkvæði. • Reynsla af félagsmálum. • Góð ensku- og tölvukunnátta æskileg. • Þarf að hafa bifreið til umráða. • Gert er ráð fyrir að viðkomandi sé/ verði búsettur á Vesturlandi. Nánari upplýsingar veitir Helga G. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri innan- landsdeildar, í síma 570 4000. Vinsamlegast sendið skriflegar um- sóknirtil Rauða kross íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík, merktar: „RKÍ — Vest- urland" fyrir 12. janúar nk. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju auglýsir eftir lögfræðingi í starf framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Um er að ræða fullt starf. Starfið er einkum fólgið í að: • Undirbúa fundi kirkjuráðs og fylgja eftir samþykktum þess. • Vinna að tillögum að starfsreglum fyrir þjóð- kirkjuna og rita álitsgerðir og umsagnir sem kirkjuráð óskar eftir. • Hafa samskipti við ýmsar stofnanir og nefndir. • Umsýsla með fasteignum. • Undirbúa kirkjuþing og annast framkvæmd ákvarðana þess. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnsýslu og þekkingu á málefnum þjóðkirkj- unnar. Laun eru skv. kjörum opinberra starfsmanna. Starfið veitist frá 1. febrúar 2001. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2001 og ber að skila umsóknum á biskupsstofu merktum: Kirkjuráð, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- stjóri biskupsstofu. Reykjavík, 29. desember 2000. F.h. kirkjuráðs, Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.