Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 55' FYRIR ARIÐ 2001 (21. júní - 22. júlí) Krabbinn er leiðandi vatnsmerki stjömuhringsins og er táknrænt fyrir ofgnótt sumarsins. Hann stjómast af Tunglinu og heimur til- finninganna er hans ríki. Hann þrífst á ást og uppörvun frá öðrum og hefur einstaka hæfileika til að næra og örva sköpunarhæfileik- ana hjá þeim sem eru næstir honum. í allri umhyggjunni og góðmennskunni hættir krabbanum til þess að gleyma sjálfum sér, jafnvel loka sig inni í skel. En árið 2001 fær hann einstök tækifæri til þess að hafa sig út úr skelinni og einangruninni og sameinast þeim fallega heimi sem hann hef- ur skapað f kringum sig. Júpíter, sem felur í sér framsækni, auð- æfi og árangur, færir sig inn í fyrsta hús hjá krabbanum 13. júlí og veldur því að hann verður meira í sviðsljósinu en hann á að venj- ast. Hann ætti þó að vera búinn að byggja upp nægilegt sjálfs- öryggi til þess að takast á við það og hafa í huga að hann býr yfir nægilegri fágun til þess að standast þessa nýju reynslu. í kjölfarið mun sjálfsmat hans styrkjast og þar meö orkan. Krabbinn ætti ekki að láta ástina og rómantíkina hafa forgang fyrri hluta ársins, heldur leggja áherslu á að skynja hina nýju af- stöðu sem hann finnurgagnvart sjálfum sér, það er að segja sterk- ara sjálfsmat og væntumþykju. Þótt hans nánustu kunni að saka hann um sjálfselsku, ætti hann að rækta þessa þætti til þess að vera betur í stakk búinn að segja maka sínum, eða elskhuga, hvers hann þarfnast - og þar meó hæfari til aö byggja upp heilbrigt náið samband, þar sem fulL urskilningurerá þörfum beggja aðila. Það ertími til kominn að krabbinn hætti að vera sá sem alltaf gefur, án þess að þiggja neitt á móti. Fjármálin ættu að vera í góóu lagi hjá krabbanum þetta árið, Þar sem Úranus er í 8. húsi gæti hann átt von á arfi, eða fjárhagslegum ávinningi. Hins vegar ætti hann aö fara varlega þegar kemur að því að ráð- stafa peningum, einkum vegna þeirra ótal tilboða sem honum bjóðasttil fjárfestingar. Krabbinn hefur gott innsæi og ætti að fara eftir því - og muna að þar sem peningar birtast, skjóta líka óprúttn- ir einstaklingar upp kollinum með alls kyns gylliboð og vinahót til þess að reyna að ná til sín hluta af kökunni. (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið er eitt öflugasta eldmerki stjörnuhringsins og stjómast af stærstu plánetunni í sólkerfinu, sjálfri sólinni. Frá því streymir hlýja og umhyggja til þeirra sem umgangast. Ljónið er ástríöufullt, hefur magnað aódráttarafl og skortir því aldrei aðdáendur og félaga. Enda þrifst það á aödáun annarra. Árið 2001 gæti þó reynst Ijóninu erfitt. Hjá því togast á þörfin fyr- ir að láta dást að sér - sem felur í sér skyldur og skuldbindingar við aðra - og þörfin fyrir að vera fjálst, fara sínar eigin leiðir og njóta meira sjálfstæöis. Einkum verður þetta erfitt fyrir þau Ijón sem em f hjónabandi eða nánu ástarsambandi. Hjá þeim stang- ast á þörfin fyrir rómantík og ást og þörfin fyrir frelsi. Ljóninu mun hætta til aö einblína á þætti í fari maka síns sem honum líkar ekki og sama má segja um þau Ijón sem em að reyna aö stofna til nýrra sambanda. Þetta veldur því að Ijónið verður óömggt með sjálft sig og á í erfiðleikum með að setja sjálfu sér mörk. Það finnur fyrir knýjandi þörf fyrir tilbreytingu sem getur birst í því að þaö skiptir jafnvel oft um háralit og klippingu, reynir ýmsa megrunar- eða heilsufæðiskúra. Þetta eru saklausar breytingar sem Ijónið ætti að halda sig við. Hins vegar ætti það að foröast afgerandi breyt- ingar á einkalífi sínu og hugsa sig vel um áður en það skilur viö maka sinn eða slítur langvarandi ástarsambandi. Hvað atvinnu varöar ætti árið að vera Ijóninu einstaklega hagstætt. Þegar Sat- úmus færist inn í tvíburann 21. apríl opnast möguleikar á stöðu- hækkun og breytingum til hins betra og Ijóninu veitast tækifæri sem það hefur látió sig dreyma um en hafa látið standa á sér. Ljónið ætti að vera vakandi fyrir tækifæmnum og þeim mögu- leikum sem búa T störfum sem því standa til boða, jafnvel þótt það þýði miklar breytingar á einkahögum með tilheyrandi búferiaflutn- ingum. Hvað fjármál varöar mun Ijónið uppskera árangur erfiðis síðustu ára eftir 21. apríl. Það ætti þó að hafa í huga að til þess að sá ár- angur skili sér verður það að temja sér aga og aöhald fram eftir ári. í byrjun september mun því bjóðast aö fjárfesta í ýmsum verk- efnum og væri því hollt að byrja fljótlega að fylgjast með verð- bréfamörkuöum til þess að geta betur metið framtíðarmöguleik- ana. (23. ágúst - 22. september) Meyjan er jarðbundnasta merki stjömuhringsins og stjómast af Merkúr, þeirri plánetu sem ferðast hraöast í sólkerfinu. Þess vegna hefur hún knýjandi þörf fyrir skipulag, nákvæmni og ást á hefðum, hins vegar eru ringulreið, uppnám og skipulagsleysi verstu óvinir hennar. Þar sem meyjan er mjög fjölhæf á hún í erf- iðleikum með að velja sér starfsvettvang og vegna djúplægrar þarfarfyrir sjálfstæði og einveru, á hún erfitt með aö finna sér lífs- förunaut. Hamingju öðlast hún aðeins þegar henni hefurtekist að viöurkenna og virða að allir hafa sínar takmarkanir, jafnvel hún sjálf. Það getur reynst meyjunni erfitt vegna þess að hún þolir ekki hirðuleysi, hvorki í umhverfi sínu né sálariífi og hefur stöðuga þörf fyrir að koma skipulagi á sjálfan sig og annað fólk. Það gerir hana oft óvinsæla meðal þeirra sem hafa lítinn áhuga á að láta gera við líf sitt - og væri meyjunni oft hollara að finna þessari útrás í skap- andi verkefnum því sköpunarhæfileika hefur hún næga. ■*" Árið 2001 mun meyjan standa frammi fyrirtöluvert mikilli ögrun, einkum í samskiptum viö fjölskyldu og heimilislíf. Feriið hefst 15. febrúar þegar Mars færist inn í fjóröa hús hennar og verður þar í næstum sjö mánuði. Meyjan mun eiga í stöðugum erfiðleikum með að halda tilfinn- ingum sínum í skefjum og röð og reglu á persónulegu umhverfi sínu. í sjötta húsi veróa hinarvoldugu plánetur, Úranus og Neptún- us, báðar í vatnsberanum en það eru plánetur sem njóta breytinga og könnun á hinu óþekkta. Strax í febrúar hittir meyjan manneskju sem er alger andstæða hennar; loftkennd, frjálsleg og tilfinn- inganæm og veröur fyrir miklum áhrifum af henni. Fyrstu viðbrögð meyjunnarverða að leggja á flótta ogfinna þessari manneskju allt til foráttu. Hins vegar ætti hún að láta það ógert því þessi mann~- eskja er hluti af lexíu meyjunnar þetta árið - sem er að hætta aó óttast sínar viðkvæmari ogfínni tilfinningar, verða sveigjanlegri og læra að virða og njóta fjölbreytni mannlífsins. Fjárhagslega ætti ár- ið að vera stöðugt og f október opnast tækifæri fyrir meyjuna til að ávaxta pund sitt. Tækifærið kemur frá einstaklingi sem kann að meta trygglyndi meyjunnarogvill sýna henni þakklætisvott. (22. desember -19. janúar) Steingeitin er höfuð jaröarmerki stjömuhringsins, merki aga og ábyrgðar. Eitt helsta verkefni steingeitarinnar árið 2001 felst í sjöunda húsi, þeim hluta sem hefur með náin sambönd við aðra aö gera. Einn af kostum Steingeitarinnar eru raunsæi, þolinmæði ogtrygg- lyndi, en þeir kostir geta fljótlega snúist upp í andstæðu sína, bæl- ingu, strangleika og ósveigjanleika og þetta árið verður hún að vera sér sérlega meðvituð um þessa hættu. Áriö 2001 veröur ár mikilla breytinga hjá steingeitinni, einkum hvað atvinnu varðar. í upphafi ársins má vera að hún sjái ekki tækifærin framundan en engu að síður er að hefjast tveggja ára ferli sem á eftir að skila henni viðurkenningu og hamingju, það er að segja ef hún leyfir sér að hætta að halda að hún viti allt best, lætur af allri stjómsemi og lærir að njóta hvers dags. Þar sem steingeitin stjómast af Satúrnusi á hún yfirleitt erfitt með að láta tilfinningar sínar í Ijós og það eru ekki margir sem vita hversu viðkvæm hún er. Hún er metnaðargjöm og vill líta út sem sigurvegari og virkar því oft á aðra sem köld og skeytingarlaus. Fyrri hluta ársins mun steingeitinni takast að halda þessu andliti en eftir 13. júlí, munu vamir hennar bresta þegar Júpíter tekur sér stöðu f 7. húsi hennar. Verði steingeitin búin að ná tökum á örygg- isleysi sínu og vömum fyrir þann tíma, á hún góða daga fram- undan þar sem hún verður fijálsari í fasi og opnari í samskiptum. Hún mun þurfa töluvert á sínum nánustu að halda seinni helming ársins - sem er alveg nýtt vegna þess að hingaö til hafa fjölskyldu- meðlimir og vinir ávallt leitað til Steingeitarinnar þegar eitthvað bjátará hjá þeim. Árið er kjöriö til feröalaga en steingeitin ætti að fara varlega og hafa það í huga að ef hún nýtur ekki nægrar hvíldar, stafar heilsu hennar hætta af. Hún ætti því að gefa sér góðan tíma, feröast stuttar vegalengdir í senn og gæta hófs í mat og drykk. Steingeitin er séð í fjármálum og á ávallt varasjóði. Þetta árið veröur engin breyting þar á en hún ætti að losa aöeins um þessa sjóði og njóta þeirra, til dæmis með því að ferðast. Hún ætti hins vegar að forðast nýjar fjárfestingar þetta árið, hvort heldur er í veröbréfum eða fasteignum. (20. janúar -18. febrúar) Vatnsberinn stjórnast af plánetunum Úranusi og Satúmusi og honum líður best í heimi vitsmunanna þar sem hann getur sett sér háleit markmiö og unnið að einhverju áþreifanlegu. Það eru tilfinn- ingar hins vegar ekki og því er vatnsberinn ekki sériega umburð- arlyndur þegar veikleikar annarra eru annars vegar. Árið 2001 mun þó verða mikil breyting þar á. Á tímabilinu frá 11. janúar og 18. mars, færist Merkúr inn í 1. hús hjá vatnsber- anum og í kjölfarið fylgja gagngerar breytingar á persónuleika hans og því hvemig hann horfir á tengsl sín við umheiminn. Hann verður næmari fyrir líöan annarra, jafnvel svo næmur að hann skynjar næstum sársauka oggleði annarra. Samfara þessum breytingum fmnur vatnsberinn hjá sér aukna þörf fyrir návist fjölskyldunnar. Hann endprmetur einnig hvað felst í raunverulegri vináttu og það er ekki ólíklegt að hann eigi eftir að stokka upp vinahóp sinn. Eftir því sem líður á árið sækir hann meira í félagsskap þeirra sem vinna aö mannúöarmálum og leggja sjálfur eitthvaö af mörkum sem getur komiö þeim að notum sem minnst mega sín. Ástarmálin gætu orðið dálítið flókin hjá vatnsberanum í ár þar sem makar, eða langtíma félagar, gætu átt erfitt með að skilja breytingamar sem eiga sér stað hjá honum. í stað þess að vera stöðugt hugsandi um þarfir sinna nánustu verður hann dálítið upp- tekinn af þörfum samfélagsins, jafnvel mannkynsins í heild. Hvemig sambandiö við nánustu fjölskyldumeðlimi þróast er undir vatnsberanum sjálfum komið. Láti hann vera að móðgast eða draga sig inn í sfna vitsmunalegu skel, veróur lítill skaði af um- breytingunum. Hans nánustu þurfa aöeins tíma til að átta sig á þvf að það er ekki veriö að setja þá út í kuldann. Fjárhagslega verður árið 2001 mjög skemmtilegt fyrir vatnsber- ann. Flest sem hann kemur nálægt veröur að peningum, það er að segja, ef hann hefur I huga að ávöxtunin sem hann tekur sér fyrir hendur, skili sér til samfélagsins eða mannkynsins í heild. Séu markmið hans eigingjöm og sjálfselsk, gæti hann hins vegar misst allt út úr höndunum. Einkum verða fyrstu tveir mánuðimir heppilegirtil allrar samningageröar og til að leggja grunn að fram- tíðarvelferö hans sjálfs og annarra. (19. febrúar - 20. mars) Fiskamir eru síðasta merki stjömuhringsins og stjómast af Nept- únusi og Júpíter og tákn þess eru tveir fiskar sem eru tengdir sam- an á sporðinum en synda í gagnstæöar áttir. Helstu breytingamar hjá fiskunum árið 2001 eru á sviði lista og sköpunar. Djúpur skiln- ingur þeirra á tilfinningum annarra, getur birst í listaverkum ogfeg- urð sem þeir skapa í kringum sig og verða öðrum hvatning. Þeir verða hins vegar að vara sig á því að verða of uppteknir af tilfinn- ingum og aðstæðum annarra, því þá hættir þeim til þess aö gleyma eigin þörfum, gefa vinnu sína og sitja eftir með sárt ennið. Það verða jú allir að vinna fyrir sér og fiskamir verða að gæta að eigin velferð þetta árið. Hvað atvinnu varðar munu fiskamir uppskera rikulega þetta ár- ið. Þeir hafa lagt hart að sér á undanfömum árum og verkefni þeirra munu vekja athygli og hljóta mikla viðurkenningu. Hins veg- ar hefur það í för með öfund frá samstarfsmönnum ogyfirmönnum og ættu fiskamir að vera á varöbergi gagnvart þeim. Einhverjir þeirra munu reyna að gera verkefni fiskanna að sfnum, jafnvel leita til dómstóla til þess að öðlast viðurkenningu fyrir þau. Svo lengi sem fiskamir æðrast ekki, heldur halda áfram sínu góða starfi, munu slíkartilraunir ekki heppnast. Þar sem fiskamir eiga yfirleitt auövelt með að skynja þarfir ann- arra og bregðast við þeim, getur ástarlíf þeirra á köflum verið dálít- ið erfitt. Þeim hættirtil þess aðtaka að sérfólk „sem þarfnast þeirra” í stað þess að leita einstaklinga sem standa þeim jafnfætis. Þeir vilja gjaman vera í hlutiverki bjargvættarins en ættu að venja sig af því hið snarasta vegna þess að þeir hafa sjálfir þörf fyrir öryggi og^ félaga sem veitir þeim næringu, ást og umhyggju. Þeir ættu þvf ekki að stofna til nýrra kynna fyrr en í ágúst þegar Venus verður í 5. húsi hjá þeim. Strax í upphafi ársins mun hagur fiskanna vænkast í fjármálum og ættu þeir að nýta þá peninga til þess að leggja grunninn að skapandi verkefni sem þá hefur lengi langað til að hella sér út í. Ætli þeir að ávaxta peningana, ættu þeir að snúa sér að fyr- irtækjum sem snúast um velferð annarra, til dæmis fyrirtækjum í læknisfræöi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.