Skírnir - 01.01.1852, Page 78
82
ráfegjafarnir yrbi ab leggja niBur völdin, en þá þókti
víst, a& ríkisforsetinn ætti ekki annan kost, en taka
aptur Leon Faucher til æösta rá&gjafa, en hann var
jafnan heldur hliðdrægur meira hlutanum; og svo í
annan stab ræfea sú, er Lo&vík Napóleon hélt til
herflokksforíngja nokkurra, er nýkomnir voru meí>
liö sitt til borgarinnar, og komu aí> heilsa honum;
í þeirri ræbu sló hann foríngjunum og svo herli&inu
yfirhöfub gullharnra fyrir hreysti þeirra og hollustu
vi& sig, og kva&st hann fulltreysta því, a& þeir
mundu me& oddi og egg verja völd hans og rétt
hva& sem í skærist, en hann kva&st ekki ætla a&
fara eins og hinir undanförnu stjórnendur, þegar
þeir voru í vandræ&um, og segja vi& herinn: tlfari&
þlð áfram,’’ heldur: eg- fer áundan fylkíng-
um y&ar, fylgiö inér. En þar sem ríkisfor-
setinn hér a& eins mintist síns valds, og síns
réttar, og þartil rá&ger&i a& gjörast sjálfur odd-
viti herli&sins, — en þa& banna&i stjórnarskráin me&
berum or&um, — þá þókti hann hafa berlega sveigt
a& því í þessari ræ&u, a& hann vildi brjótast til æ&ri
og varanlegri valda, og grömdust honum fyrir þetta
vinir hans, auk heldur a&rir, og þa& því fremur,
sem þaö fullsanna&ist uppá hann, a& hann haf&i
látib breyta ræ&unni talsvert og draga úr henni í
blö&unum daginn eptir;. en þeirri breytíugu haf&i
hann ekki komiö vi&, e&a ekki hugsazt hún, í blö&-
unurn samdægris, og því höf&u þau blö& ræ&una
or&rétta, einsog hann flutti hana. Utaf þessu, og
svo ö&rum fleiri atvikum, spannst nú sá or&rómur,
a& ríkisforsetinn hef&i fastrá&i& a& bilta stjórnar-