Skírnir - 01.01.1852, Page 95
fram í líka stefnu og getiS er í Skírni í fyrra.
Fundi þeim, sem þar er sagt a& menn komu saman
til, um árslokin, í Dresden, varö í eingu ágengt
um aö koma fyrir neinu almennu stjórnarskipulagi
yíir gjörvalt þýzkaland ; fanst þaö brátt á, aö Schwar-
zenberg fursti vildi leggja til j)aS eitt fyrirkomulag
í nafni Austurríkis, aS ])a& gæti mestu ráðiB um
málefni allra hinna smærri ríkja, en haft þau þó
aS skildi fyrir sig og lönd sín. Og mun Schwar-
zenberg einkum hafa haft þetta fyrir augum, þegar
hann stakk uppá og fylgBi fast fram, ab öll lönd þau,
er liggja undir Austurríkis-keisara, — einnig sumsé
liæheimur, ogUngverjaland meSSjöborga-
ríki, og svo LángbarSa-ríkiS á Italíu og Dal-
m a t í a — væri tekin inní hiö þýzka samband. Auöséö
var þaö á öllum lotum, aÖ hann átti mest undir
sér, og réÖi mestu á fundinum í Dresden, því Man-
teuíTel úr Prússalandi þoröi ekki aö mæla í miöt
hóf viö hann, hvort sem J>aö nú kom af því, aö
hann rneöfram óttaöist reiöi Nikulásar keisara til
har.daPrússakonúngi, eöa af dugleysi því, sem Prússa
stjórn var oröin ber aö, og henni einsog oröiÖ aö
vana, í öllum enum þýzku málum; fulltrúar hinna
smærri ríkjanna á fundinum sýndu heldur ekki af
sér neina verulega rögg eöur samheldi, sumpart af
því, aö þeir þóktust eiga svo lítiÖ undir sér, en
sumpart fyrir þaö, aö margir þeirra vildu vingast
viö Austurríkis-keisara og Schwarzenberg, og því
ekki mæla í móti, heldur styöja aö (lestu því sem
hann lagÖi til; var fulltrúinn úr Bæverjaríki einkum
jafnan þeim megin, en áskildi stjórn sinni jafn-