Skírnir - 01.01.1852, Side 112
116
ósköpunum: ofsóknum, grimd og lagalausri mebferb
stjórnarinnar vib þegnana, og aptur stækri gremju
og hefndargirni þeirra vib hana, hvenær sem þeir
hafa séb sér færi á. Stjórnin hefir ekki látiö sér
nægja af> taka menn, sem ekki voru sannir a& sök-
um um óeyr&ar-tilraunir, og hneppa í dýblissur og
halda þar um lángan tíma, án þess a& hefja neina
ransókn gegn þeim, heldur þraungva&i hún einnig,
og batt hendurnar á dómsvaldinu á ymsan veg, svo
a& þa& gat ekki láti& koma fram sekt manna e&ur
sýkn eptir gildandi lögum; þa& var t. a. m. all-algengt
á þessu ári, a& þó sá, sem ákær&ur var fyrir óeyr&-
ir, veldi sér talsmann, þá hrundu dómendurnir hon-
um fyrir eingar sakir, ef þeim þókti grunsamt a&
hann gæti vari& máliÖ til sýknar honum, en kusu
sjálfir annan eftir vild sinni; og þó þeir léti lengi
dragast aö ransaka máliö, þá hrö&u&u þeir svo
mjög, bæ&i ransókninni úr því hún var bvrju&, og
svo sjálfu dómsatkvæ&inu, aö talsmafeur gat opt og
tí&um hvorki komife vi& neinni ransókn um þa&,
sem mátti ver&a til sýknar hinum ákær&a, né neinni
málsvörn, á&ur dómurinn væri kve&inn upp. Al-
gengt var, a& ekki væri a&rar dóms - ástæöur en
þessi orÖ:
Af því brýn nau&syn vir&ist, á þessum æsínga-
og óróa-tímum, a& hegna alvarlega sérhverjum
þeim sem tortryggilegur er, — þá dæmum vér
rétt a& vera o. s. frv.
Fyrir dómunum í Rovigo og Padua voru 1849 og
1850 dómfelldir til dau&a alls 3,843; en fyrir her-
manna-dóminum í Este voru frá 17. maí til 25.