Skírnir - 01.01.1852, Page 121
125
konúngsfrumvarpinu, allra sízt þegar fundarmenn-
irnir úr Holstein mæltu nú ámóti því í einu hljó&i,
— en sá landshluti er í þýzka sambandinu, einsog
allir vita. þartil mun eingum abalflokkanna í Dan-
mörku sjálfri hafa líkafe frumvarp stjórnarinnar; þjób-
ernis-mönnunum, — sem til þessa hafa helzt viljab
aí) Slésvíkur-menn ætti setu á þíngum Dana, og væri
algjörlega skildir aí> öllum viSskiptum viö Holsetu-
menn, en hi& eiginlega Danmerkur ríki næí)i a& eins til
Eider-ár (Ægisdyra) — og því er þessi flokkur stund-
um nefndir Eider-danir, þeim þókti frumvarpiö
losa um of sambandif) milli Slésvíkur og Danmerk-
ur, en leggja til of mikla sameiníngu milli Slés-
víkur og Holsteins; aptur þókti bæbi holsteinska
flokknum og þeim Dönum, sem enn hafa mestar
mætur á hinu forna stjórnarlagi, og svo þeim, sem
vilja skipulaginu þann veg hagaö, aö ríkiö haldist
sem fastast saman meö hinum fornu ummerkjum til
Elfarinnar — en meðal þeirra eru helzt flestir
eöalmennirnir og auömennirnir, — ai) aögreiníng
Slésvíkur frá Holstein væri um of.
A hinn bóginn var alltaf vafinn á um þaö, hver
næstur skyldi standa til ríkis í Danmörku þegar
karlleggur sá sem nú situr aö völdum — en þeir
eru báöir barnlausir, einsog öllum er kunnugt,
Fri&rik hinn 7di og Ferdinand erföaprins, föÖur-
bróöir hans — væri Iiöinn. Einsog getiö er í Skírni
í fyrra, sömdu nú nokkrir stjórnendur um þetta,
og rituöu skrá eina, sem nefnist Lundúnar-skrá,
1850, en ekki var þar beint ákveöiö hver skyldi
taka hér ríkisstjórn, þegar þeir konúngur vor og
Ferdinand væri látnir. þaö mun og hafa veriÖ hiö