Skírnir - 01.01.1852, Síða 134
138
til valdanna, heldur enn þó þeir hefíiu búib mörg
hundruí) þíngmannalei&a frá Frakklandi, og haft þá
stjórnarskipun sem væri búin ab standast og festa
djúpar rætur um margar aldir; og væri vel ef sama
yrbi sagt um öll önnur ríki, þau er miklu eru fjær
Frakklandi og ólíkari meb margt, heldur enn Belgía
er. Leopold konúngi hefir og heppnazt höf&íngja
bezt afe haldast á rábgjöfum sínum, en þeir hafa og
allir — einsog sá sem er fyrir þeim: fíogier Frére
— reynzt hinir vitrustu menn og sannir fö&urlands-
vinir, hafa og þíngin séb þa& og sannab til þessa;
enda voru þab þeir einir af öllum rá&gjöfunum á
meginlandinu í Evrópu, sem sátu kyrrir a& völdum
um og eptir stjórnarbyltíngarnar 1848.
Hvergi hefir nein stjórn á hinum seinni árum
gjört sér jafn-eindregi& far um aö efla velvegnan
handatlamanna einsog í Belgíu. jþab var hvort-
tveggja, ab herra Ilogier lýsti því yfir þá þegar, er
hann kom til stjórnar 1847, aö þetta væri eitthvert
hib fremsta áform sitt, enda hefir hann fylgt því
trúlega, og hagaö uppástúngum sínum svo viturlega
um þab efni, ab þíngin hafa hlotib ab fallast á þær
allar, þar til í fyrra, þó ab nokkrir hinir helztu auö-
menn, og þeir sem fornari voru í skapi, bæri honum
á brýn í þíngunum, ab sumt af uppástúngum hans
stefndi ab almennum sameignum. Mebal þeirra rá&staf-
ana, sem a& þessu stefndu og framgengt hefir or&ib, er
þa&, ab tveir almennir sjóbir eru stofnabir; af ö&rum
fá styrk og eptirlaun uppgjafa handafla-menn, þeir
er dugandis hafa veriÖ á&ur, og miblab nokkru til
sjóbsins; enn hinn er til þess aö tryggja gjaldtraust
þeim til handa, og Ijá þeirn fé, sem eignast vilja