Skírnir - 01.01.1852, Page 141
145
aí) sí;r 12,000 hermanna, sem allir vildu vera trúir
Maríu drotníngu.
En Saldanha hélt þá norður á vií) meb hermenn
þá er honum fylgdu, og sýndi ekki af sér neina
óeyrb fvrst um sinn, heldur ritabi hertuganum af
Terceira einart bref, og fól honum, sem mætti sér
svo mikils hjá drotníngu og Ferdínandi, ab vinna
þab á, ab hún vísabi Thomar frá völdum; þegar bréf
])etta var kunnugt mönnum, töldu allir víst, aí) stjórnin
mundi láta undan, svo stillilega og skynsamlega sem
Saldanha fórust orb. En þeir Ferdínand og Ter-
ceira skákuftu í hróks valdi, þar sem þeim tókst svo
vel ab ná Santarem áundan Saldanha, og ritubu
honum aptur hörb bréf, og skipubu honum aí) leggja
niíiur völdin og senda alla hermenn frá sér, en ef
hann gjörbi þab ekki, kváöust þeir mundu fara meí)
hann afe ölln sem upphlaupsmann ; en Thomar span-
abi annarsvegar upp bæbi drotníngu og svo vini
sína, ebalmennina, ab gánga sem óvægilegast a&
Saldanha. þegar honum nú bárust allar þessar
undirtektir, þá vildi hann ab vísu ekki slá undan,
heldur helt norbur til Oporto meb lií) sitt, en borgar-
menn tóku vií> honum bábúm höndum, og hétu
honum allri li&veizlu, og gjörfcu uppreisn á móti
stjórninni. Nú vildi erindsreki stjórnarinnar í Madrib
vinna spönsku stjórnina til aí) skerast í málib, og
senda herliö til Portúgals ámóti Saldanha, og vildi
franska stjórnin stybja ab því og leggja til libsafla
nokkurn, og kvab — aö sögn — naufcsyn, ab girba
fyrir þab í tíma, ab ekki yriii lýöstjórn innleidd í
Portúgal. En Enskum og Spánverjum kom brátt
10