Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 213
217
lok; hafi j>eir ekki goldiS, skal krefja |>á bréllega; gjaldi
þeir ekki á ö8ru ári, skal krefja J>á enn bréflcga, og ef þeir
hafa |>á ekki goldiS innan árs loka, skulu þeir vera úr fé-
laginu.
31. Nú vill nokkur segja sig úr vorum félagskap, gefi
J>að forseta bréflega til vitundar, og skal hann lýsa J>ví á
samkómu, en skrifari bókar það. Sá sem ekki hefir sagt
sig úr félaginu innan Júnímánaðar loka, greiði tillag sitt
fyrir það ár.
35. Félagsmenn skal kalla til fundar með boðsbréfi,
og skal í því segja aðalefni þeira mála sem forseti ber upp.
3G. Aðalfundi eiga félagsdeildirnar þannig: í Reykjavik
tvisvar á ári, um kyndilmessu-leyti og 8da dag Júlímánaðar
eða næsta virkan dag, en í Kaupmannahöfn arsfuud um
kyndilmessu-leyti.
37. Embættismenn skal kjösa á ársfundum; cn árs-
l'undur er í Reykjavík á 8da dag Júlimánaðar eða næsta
virkan dag.
38. Forseti kveður menn til fundar þegar honum
þóknast; en skyldur er hann til þess þegar fimm eður fleiri
beiðast.
39. j>á er lögmætur fundur, þegar 9 eru á fundi,
þeirra sem atkyæði eiga.
10. Á félagsfundum skat allt fara fram á islenzku; þó
skal útlendum mönnum svarað á þá túngu, er þeir skilja.
41. Svo er um atkvæði, að afl skal ráða með félags-
mönnum; forseti ræður á hvern hátt atkvæði sé gefin; at-
kvæði forseta sker úr, þegar jafnmargir eru saman.
jjRIÐJl KAPÍTULI.
Vm samband beggja félagsdeilda.
42. Báðar deildir eru eitt félag, og heita báðar saman
tlhit íslenzka Bókmentafélag”; þær hafa og hvor um sig
innsigli með þessu nafni.
43. Báðar deildir eiga einn sjóð.
44. Deildirnar mega aldrei skiljast að. Nú losnar önn-
urhvor í sundur og liður undir lok, og á þa allan fjárstofn-
inn sú sem lengur er uppi.
45. Deildin i Reykjavík er aðaldeild, og því er tilhlýði-
legt að hún sé fremri að virðíngu.
46. Hvorug deildin hefir ein sér leyfi til að úrskurða
um þau fyrirtæki, sem varða 500 dala kostnaði eða meiri,
nema leilað sé samþykkis hinnar deildarinnar. Verði þá
deildirnar ekki ásáttar, skal fara með sem segir i 53. grein.