Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 1

Skírnir - 01.12.1909, Page 1
Endurminningar. Smásaga eftir Maríu Jóhannsdóttur. Hann Sigurður er það fyrsta, sem eg man eftir. Við vorum alin upp saman. Foreldrar mínir höfðu tekið hann til fósturs, þegar hann var á öðru árinu. önn- ur börn voru ekki á heimilinu, og við iékum okkuraltaf saman. Sigurður var altaf góður við mig, og beitti mig aldrei ofbeldi, þó að hann væri eldri og sterkari. Eg var miklu verri við hann og yfirgangssamari. Eg vildi öllu ráða, þegar við vorum að leika okkur, og skældi þangað til að Sigurður lét undan. Eg átti oft upptökin að því, að við gerðum ýmislegt, sem okkur var bannað, svo sem að vaða bæjarlækinn. Eg gat alls ekki stilt mig um að gera það, þó að eg ætti von á snupru, þegar eg kæmi heim. Við lékum það oft. Settumst við þá á lækjarbakkann, og fórum úr sokkunum, stundum en stundum ekki. Það kom fyrir, að við gleymdum því, og óðum bæði í skóm og sokkum. Sigurður leiddi mig æfinlega, og svo óðum við móti straumnum og létum vatnið leika um fætur okkar. End- ur og sinnum teygði það sig upp í kjólinn minn, þó að hann næði ekki nema ofan á hnéð. ug altaf vorum við að lita heim að bænum, til að vita hvort nokkur sæi okkur. En hvað við flýttum okkur að hlaupa upp úr læknum, ef einhver kom út á hlaðið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.