Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 4
292
Endurminningar.
ánægju, því að lömbin hræddust blísturshljóðið, og hlupu í
allar áttir.
Fyrata vorið, sem eg sat hjá lömbunum, gaf faðir minn
mér dálítið lamb. Vorið áður hafði hann gefið Sigurði
lamb.
Um sumarið fanst lambið mitt dautt fram á fjalli.
Þegar eg frétti dauða lambsins, hljóp eg út í hlöðu, og
fleygði mér niður hágrátandi.
Sigurður kom út á eftir mér.
— Vertu ekki að gráta, Inga mín, sagði hann, og
lagði báðar hendur að vanga mér og klappaði mér.
— Vertu ekki að gráta. Þú mátt eiga kindina mína
með mér, þangað til pabbi gefur þér annað lamb. Og svo
þurkaði hann tárin af kinnum mínum með skyrtuerminni
sinni.
Eg hætti þá að gráta, og eignaði mér kindina með
Sigurði þangað til næsta vor. Þá gaf faðir minn mér lamb.
Annars man eg eg ekki til, að Sigurður ætti nokkurn hlut,
sem eg ekki eignaði mér með honum.
Þegar eg var tólf ára, dó faðir minn.
Móðir mín hætti þá að búa, og fór í húsmensku með
mig, en Sigurður fór að hæ, sem nefndist Sel. Það var
langt í burtu og yflr heiði að fara.
Þar varð hann smali.
Eg man glögglega eftir þegar hann fór, alveg eins og
það hefði verið í gær.
Það var indælan vormorgun.
Eg gat ekki sofið hálfan svefn nóttina áður.
Eg var altaf að hugsa um, hvað eg ætti að gefa Sig-
urði, þegar hann færi. Mér fanst eg verða að gefa hon-
um eitthvað.
Eg fór bráðsnemma á fætur um morguninn, og reif
hverja ögn upp úr kistlinum mínum, til að leita að ein-
hverju til að gefa Sigurði. En eg fann ekkert, sem eg
gat ímyndað mér, að honum mundi þykja gaman að eiga.