Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 6

Skírnir - 01.12.1909, Side 6
294 Endurminningar. Fatapokinn og púltið hans stóð á hólnura hjá okkur. Sigurður opnaði púltið, tók upp öskjurnar, lagði lokkinn i hring niður í þær og lét þær svo í púltskúffuna. — Nú þarf ekki annað en opna púltið, draga út ðkúffuna, taka lokið af öskjum, og þá sé eg lokkinn af þér, sagði Sigurður. — Og þá manstu eftir mér og mömmu og öllum hérna. — Já, þá man eg eftir ykkur. Við þögðum dálitla stund. — Eigum við ekki að skrifa hvort öðru? sagði Sig- urður. — Jú. — Eg skrifa þér fyrst, og læt þig vita, hvernig mér gengur ferðin, sagði hann. — Já. — Og þú svarar mér með fyrstu ferð. Eg félst á það. Því næst gengum við saman inn í bæinn. Þegar Sigurður fór, fylgdum við móðir mín honum niður fyrir tröðina. Þar kvöddumst við, og eg fór heim með móður minni. Mér fanst eg mundi aldrei geta hlegið eins dátt, og er við Sigurður vorum saman. Mér virtist sem eg mundi aldrei hafa gaman af að þreyta hlaup eða stökk eða hoppa á einum fæti, þegar Sigurður væri hvergi nærri. Og í fyrsta skifti á æfinni þótti mér tómlegt í kring um mig. Með næstu forð fékk eg bréf frá Sigurði. Eg marg- las það, og mér þótti það undur vel orðað, ;og því betur 8krifað. Eg var vondauf um, að eg mundi nokkurn tíma geta skrifað honum bréf, sem jafnaðist á við það. Og mörgum dögum áður en ferð féll til hans, fór eg að taka saman

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.