Skírnir - 01.12.1909, Síða 7
Endurminningar.
295
bréfið. Fyrst í huganum, svo klóraði eg það á pappír.
Eg hafði bréf Sigurðar mér til hliðsjónar. Hann hafði á-
varpað mig í bréfinu: Elsku Inga mín! Eg kallaði hann:
elsku Sigga minn. Mig sárlangaði til að kalla hann »elsku
hjartans Sigga minn«. En af því hann hafði ekki sagt
svo í sínu bréfi, þá hélt eg að það væri skakt og óviður-
kvæmilegt, að setja það í bréf mitt.
Loksins, þegar eg hafði hreinskrifað bréfið, sýndi eg
móður minni það.
Hún brosti, klappaði mér á kinnina, og sagði að það
væri gott.
Og þá var eg ánægð.
Fyrstu árin kom Sigurður oft að finna okkur. Og þá
skrifuðum við hvort öðru, hve nær sem við fengum ferð.
En eftir því sem árin liðu fækkaði bréfaskiftum okkar,
og Sigurður hætti alveg að koma.
Eg frétti af honum við og við.
Hann var alt af kyr í Seli, og vann þar á sumrum,
en var við sjóróðra haust og vör.
Mér var sagt, að hann mundi vera trúlofaður Guðrúnu,
dóttur bóndans í Seli.
Eg trúði því ekki fyr en eg hafði ekkert undanfæri.
Eg get enn í dag ekki gert mér grein fyrir af hverju eg
gat ekki trúað því.
En mér fanst einhvern veginn óhugsandi, að Sigurður
gæti felt ást til nokkurrar konu nema mín. Enda taldi
eg víst, að eg mundi aldrei unna nokkrum manni nema
honum.
Eftir lát móður minnar fór eg í vist að Gröf, næsta
bæ við Sel, því að eg vonaðist þá til, að eg fengi að sjá
Sigurð við og við, þótt ekki væri annað.
Eg sá hann stuttu eftir að eg kom í nýju vistina. Eg
hafði þá fengið fulla vissu um trúlofun hans.
Eg stóð úti við þvottasnúrurnar á hlaðinu, og hafði
fangið fult af fötum, sem eg var að taka inn.