Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 10

Skírnir - 01.12.1909, Page 10
298 Endurminningar. Því næst gerði hann boð fyrir mig. Eg var frammi í eldhúsi. Mig langaði til að láta boðberann segja Sigurði, að eg gæti ekki talað við hann. En eg hætti við það. Eg veit ekki af hverju eg gerði það. Eg held að löngunin til að sjá hann einu sinni enn hafi gersigrað mig. Eg fór fram í bæjardyrnar. Sigurður beið mín þar. Þegar hann sá mig, kom hann á móti mér og heils- aði mér. — Eg ætlaði að spyrja þig, Inga mín, hvort þú mundir ekki vilja gera mér þá ánægju, að sitja í veizlunni minni á laugardaginn er kemur, sagði hann. — Eg veit ekki. Eg held ekki. — Hvers vegna ekki? — Eg fer ekki neitt. Eg vil helzt alt af vera heima. — Eg held nú samt, að þú hefðir gaman af að koma að Seli stöku sinnum, Þú þekkir engan hérna. Leiðist þér ekki? — Nei. Við þögðum stundarkorn. — Inga mín! Eg vona að þú komir út eftir á laug- ardaginn, sagði Sigurður. Hann tók hönd mína og tók fast í hana. Eg svaraði engu, en dró að mér höndina, vatt mér frá honum, og gekk inn göngin. — Ætlarðu þá ekki að koma, kallaði Sigurður á eftir mér, og eg heyrði hann stundi við. — Nei, stundi eg upp og hálfsneri mér við um leið, og leit á hann. Hann stóð kyr, studdi hægri hendi á lokujárnið á hurðinni, og starði á mig. Augu mín fyltist tárum, og eg misti sjónar á öllu í kring um mig. Eg hélt áfram inn i eldhúsið. Inn af því var búrið, og þar inn af var geymsluherbergi. Þangað fór eg.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.