Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 12

Skírnir - 01.12.1909, Side 12
300 Endurminningar. Um miðjan vetur herti eg loks upp hugann og lagði af stað. Það var löng bæjarleið milli Sels og Grafar, en gang- færi gott, hörku-hjarn. Eg gekk hratt, teigaði svalandi vetrarloftið, hoppaði milli þúfna, hljóp niður allar brekkur, er voru á leið minni, alveg eins og eg hafði gert þegar eg var lítil. Þegar eg sá bæinn á Seli, gekk eg löturhægt, upp túnið og heim að bænum. Eg hitti engan úti og barði því að dyrum. Þóra gamla, móðir Guðrúnar, kom fram í dyrnar. Hún var há kona vexti, langleit í andliti og kinnfiskasogin, bogin í herðum og yfirbragðið mæðulegt og ellilegt. Gráir hárlokkar gægðust fram undan móbrúnum höfuð- klút, sem hún hafði bundið ofan yfir sig. Hún hafði rönd- ótta dúksvuntu, bætta mislitum bótum, svartar prjónaðar hálfermar á handieggjunum, og gráa prjónhyrnu á herð- unum. Pilsið, sem hún var í, hafði eitt sinn verið svart, en var nú orðið mógrátt og fornfálegt. Hún var í sauðsvört- um sokkum, og á fótunum bar hún brydda og óþvengjaða sauðskinnsskó. Þóra hat'ði hendurnar undir svuntunni, þegar hún kom fram. — Komdu sæl; mig langaði til að tala nokkur orð við þig, sagði eg. — Nú, hvað heitir stúlkan. — Eg heiti Ingveldur, Ingveldur frá Gröf. — Einmitt það. Ingveldur, uppeldissystir hans Sig- urðar heitins, sagði hún, og tár kom fram i augu henni, — já, komdu sæl. Hann talaði oft um þig við okkur. Þú hefir nú verið hérna á næsta bæ nærri tvö ár, og við höfum aldrei fengið að sjá þig. Gerðu svo vel og komdu inn. Guðrúnu dóttur minni þykir víst gaman að þú kem- ur. Hún tók um hægri úlnlið minn með hálfkaldri, hor- aðri hendi, sem var hörð af vinnu, og togaði mig inn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.