Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 14

Skírnir - 01.12.1909, Side 14
302 Enilurminningar. Mér flaug i hug, að segja henni alt eins og verið hafði, en eg hætti við það á sama augabragði. — Þér að kenna, greiþ eg fram í. Nei, nei. Eg vil bara helzt alt af vera heima, bætti eg við og leit aftur niður fyrir mig. Okkur setti hljóðar á ný. i Síðan tók Guðrún klútinn, sem var breiddur ofan yfir vanga barnsins, og leiddi athygli mína að því. — Þetta er laglegur drengur, sagði eg. — Já, hann er laglegur. Eg ætla að láta hann heita Sigvalda, eftir föður sínum, og í höfðuðið á þér, sagði hún undra lágt og bliðlega. Eg hrökk saman, þegar hún sagði síðustu orðin. Eg fann, að roði hljóp út í kinnar mér, og breiddi sig á svip- stundu upp í hársrætur og niður á háls. — í höfuðið á mér. Eg leit upp, en hvarflaði óðara augum aftur undan -— Já, má eg það ekki. Guðrún færði hönd sína upp eftir hönd minni, og tók utan um úlnlið mér. Eg svaraði engu. Eg gat ekki komið upp nokkru orði. Mér fanst augnaráð Guðrúnar læsa sig inn í hugskot mitt, og lesa alt, sem mér bjó í brjósti. Hún hafði auðsjáanlega orðið þess áskynja, að eg hafði elskað Sigurð, en verið illa til hennar. Og mér fanst eg verða lémagna af sneypu og iðrun. Eg óskaði, að eg væri komin langt, langt burtu, á ein- hvern þann stað, þar sem enginn lifandi maður þekti mig, Mér var grátur í kverkum, og tár læddust fram í augu mér. Og áður en eg gat að gert, hrundu nokkur tár niður vanga mína. Eg ræskti mig, og strauk vinstri hendi um hvarma mér. Eg fann að Guðrún horfði alt af á mig. Eg þorði ekki að líta á hana. — Eg hefi verið að draga að láta skíra drenginn, þangað til ef eg kæmist á fætur, sagði hún svo. Eg finn að það er ekki til neins að draga það lengur. Eg ætla að láta skíra hann á sunnudaginn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.