Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Síða 15

Skírnir - 01.12.1909, Síða 15
Endurminningar. 308 kemur. Og eg ætla að biðja þig að halda honum undir skírn, ef þú mættir vera að skreppa hingað út eftir. Heldurðu að þú viljir gera það, og þú megir vera að því?' — Já, stundi eg upp. Eg teygði mig niður, og þrýsti andlitinu að vanga barnsins, og breiddi svo ofan yflr það. — Þið hafið enga vinnukonu, sagði eg eftir stundarbið. — Nei. Foreldrar mínir hafa ekki haft neina vinnu- konu, síðan eg fór að geta unnið. En þau verða nú að fá sér stúlku, úr því eg er alt af veik — og eg býst ekki við að stíga framar á fætur. — Eg vona, að guð gefi, að þú komist bráðum aftur á fót, sagði eg. Eg ætlaði að fara að ympra á erindinu, en þá kom Þóra inn með kaffi handa mér. Þegar eg hafði drukkið kaffið, stóð eg upp og fór að' binda á mig höfuðklútinn. — Ætlarðu ekki að standa lengur við hjá okkur? spurði Þóra. — Nei, ekki núna. En aðalerindið var, að spyrja ykkur, hvort þið vilduð ekki, að eg færi til ykkar í vor. Eg strauk fram og aftur kögrið á herðasjalinu minu og beið eftir svari. Mæðgurnar litu hvor á aðra, og síðan á mig. — Eg ætla ekki að lýsa því, hversu þetta vinaboð þitt kemur mér vel. En mér þykir sárast að þiggja, af því að eg veit, að við getum aldrei goldið þér það kaup, sem þú mundir fá alstaðar annarstaðar, sagði Þóra. — Það skiftir engu um kaupið. Eg vil heldur vinna hjá ykkur en öðrum, sagði eg lágt- Þóra stóð hálfbogin yfir vöggunni, og lagaði fötin ofan á barninu. Eg sá, að tár runnu niður vanga hennar. Guðrún hafði lagt báðar hendurnar ofan á sængina, og starði á mig. Enginn okkar mælti orð. — Jæja, þá er víst bezt að fara að halda heim, sagði eg loksins, og fór að færa mig í vinstri handar vetlinginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.