Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 18

Skírnir - 01.12.1909, Side 18
306 Endurminningar. Hann lætur ekkert færi ónotað, til þess að mér geti liðið sem bezt. Eg er löngu hætt að þurfa að bera nokkr- ar áhyggjur fyrir líflnu. Alt er lagt upp í hendurnar á mér. Það er eins og öllum hérna á heimilinu, og öllum í sveitinni, flnnist sér skylt að gera mér alt til geðs og gleðja mig á einhvern hátt. Mér finst eg eiga miklu betra en eg á skilið. Eg hefi aldrei búist við, að mér mundi líða jafnvel í ellinni. Og þegar eg renni augum yfir æfl mína, þá flnst mér hún hafa liðið eins og draumur. Stundum hafa mér að visu fundist erfiðleikarnir fylkja sér svo fast í kringum mig, að eg hefi verið vonlaus um, að eg fengi yfirstigið þá, og myrkrið svo svart, að eg hefi haldið, að eg mundi aldrei sjá framar til sólar. En þegar mér hefir legið mest á, hafa geislar guðs rofið myrkrið, og stökt erfiðleikunum á braut, og þá hefi eg þakkað honum með bljúgri bæn, eins og í brekkunni forðum. ___________ í mörg ár hefi eg á hverju sumri verið að ráðgera að bregða mér snöggva ferð heim að Hlíð, til að sjá bernskustöðvar okkar Sigurðar, áður en eg legg upp í síðustu ferðina mina. En það hefir alt af eitthvað heft för mína. En nú ætla eg ekki að fresta henni lengur. Og í vor þegar snjó leysir og ár eru orðnar litlar, þá ætla eg að fara snöggvast heim. Þá ætla eg að staul- ast upp í hlíðina fyrir ofan bæinn og horfa yflr brekkuna og geirana, þar sem við Sigurður sátum saman yfirlömb- unum. Eg ætla að fara inn í hellinn okkar, og skoða bæjar- lækinn og bæjarhólinn, þar sem við rendum okkur. Og þá ætla eg að ganga um hlaðið og standa í sömu sporum, sem eg stóð, þegar eg gaf Sigurði hárlokkinn af mér, Þá held eg að mér finnist, eg eiga ekkert eftir ógert. Þá vildi eg helzt mega deyja.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.