Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 20

Skírnir - 01.12.1909, Side 20
308 Um starf og stjóm sjúkrasamlaga. eg var að nefna, því að hún er upphaf og undirstaða þess, sem hér verður rætt. Þess ber að gæta um fram alt, að sjúkrasamlög eru ábyrgðarfélög eða tryggingarsjóðir, rétt eins og þilskipa- ábyrgðarfélög eða brunabótasjóðir. Ef einhver kaupir hafskip og ver til þess aleigu sinni, en kaupir sér ekki tryggingu á skipinu gegn sjávarháska, þá heimska hann allir; »er maðurinn vitlaus«, segja þeir, »að vilja eiga á hættu að missa aleigu sína í sjóinn, úr því hann getur fengið keypta tryggingu fyrir fullri upp- bót, ef skipið ferst?« Annar reisir timburhús og tryggir það ekki gegn eldsvoða; »skelfingar flón er maðurinn«, ymur i öllum, »að láta húsið standa óvátrygt«. Þeir eru teljandi, sem eiga hafskip eða timburhús; flestir alþýðumenn eiga hvorki skip né hús og mjög margir eiga ekkert, hvorki laust né fast, svo að neinu nemi. Og þó bjargast þeir af — ef þeir halda heilsunni. Heilsan er aðaleign efnalítilla manna. Heilsan er aleiga allra fátæklinga. Skipseigandi fer ekki á vonarvöl, þó að skipið hans farist óvátrygt, ef hann heldur heilsu sinni; húseigandi fer ekki á sveitina, þó hann sé það flón að vátryggja ekki hús sitt og missi það bótalaust í eldsvoða — ef hann missir ekki líka heilsuna. Heilsan er meira verð en skip og hús eða aðrir fjár- munir. Heilsan er dýrmætasta eign hvers manns; hún er sannkölluð aleiga þorra manna í öllum löndum, af því að alstaðar í heimi er þorri manna félítill eða félaus. Þess vegna er heilsutrygging miklu nauðsynlegri fyrir alþýðu manna, en húsatrygging eða skipa, eða nokkur önnur trygging. Þess vegna þurfa sjúkrasamlög að komast á fót hér á landi, engu síður en í öðrum löndum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.