Skírnir - 01.12.1909, Page 24
312
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga.
samlagsins hafni nokkrnm manni nm inntökn aö ástæðulansn; í sveitum
komi hreppsnefnd í stað hæjarstjórnar.
5. gr.
Hluttækir félagar öðlast engin réttindi fyr en 6 vik-
ur eru liðnar frá því er þeir komust í félagatölu; þetta
gildir þó ekki um sjúkdóraa, er orsakast af slysum.
Öll erlend sjúkrasamlög hafa þessn lik ákvæði í lögnm sínum, til
þess að tryggja sér, að menn ryðjist ekki hópum saman í samlagið,.
þegar veikinda er von, og verði því tafarlaust til mikillar hyrði.
6. gr.
Þessi eru réttindi hiuttækra samlags-
m a n n a:
1) Okeypis læknishjálp handa þeim sjálfum
og börnum þeirra, sem eru hjá þeim innan 15 ára (einnig
stjúpbörnum og meðgjafarlausum fósturbörnum); hjálpina
veitir læknir sá, eða læknar, er samlagið hefir ráðið til
þess, og greiðir samlagið ekki fyrir hjálp annara lækna,
nema ef svo ber undir (slys, kona í barnsnauð) að bráð
þörf hefir verið á lækni, en ekki náðst til lækna sam-
lagsins.
2) Okeypis lyf, þau er samlagslæknir telur nauð-
synleg, handa þeim sjálfum og börnum þeirra, sem eru
hjá þeim og innan 15 ára; ennfremur handa þeim sjálf-
um: haulbönd, smíðaðir limir og því líkar umbúðir, en
þó ekki meir en nemi 25 kr. á ári handa sama manni,
og verður hver að annast sjálfur viðhald þessara hluta
og nýja þá upp.
Samlagið leggur ekki til áfenga drykki, eða gos-
drykki, eða Ivffæðu, eigi heldur flöskur, glös, krukkur
eða önnur þess konar lyfjaílát.
3) Okeypis sjúkrahúsvist í þessum sjúkra-
húsum..................................................
ef samlagslæknir telur þess þörf, handa þeim sjálfum og
börnum þeirra, sem heima eru og innan 15 ára.
Nú vili 8amlagsmaður fremur fara í eitthvert annað
sjúkrahús, og greiðir þá samlagið fyrir nauðsynlega dvöl