Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 25

Skírnir - 01.12.1909, Page 25
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga. 313 hans þar það sem jafnlöng dvöl hefði kostað í því sjákra- húsi, sem samlagsmönnum er ætlað. Ef samlagslæknir lýsir yfir því, að sjúklingur megi liggja í heimahúsum, ef hjúkrunarkona gæti hans, en verði ella að fara i sjúkrahús, þá skal hann vera kyr heima, ef samlagið útvegar honum hjúkrunarkonu á sinn kostnað. Ennfremur veitir samlagið ókeypis aðgerð á augn- sjúkdómum, einnig nuddaðgerð og böð handa samlagsmönn- um sjálfum, en þó ekki frekar, en nemi 15 kr. á ári fyrir hvern þeirra. 4) Dagpeningar handa þeim sjálfum (ekki börn- unum), þannig að þeir er greiða (1,75 kr.) á mánuði, fá 2 kr. á dag þeir er greiða (1,35 —) á mánuði, fá 1 kr. 50 á dag þeir er greiða (i,oo —) á mánuði, fá 1 kr. á dag þeir er greiða (0,85 —) á mánuði, fá 75 a. á dag þeir er greiða (0,75 —) á mánuði, fá 50 a. á dag. Vistráðin hjú, giftar konur og unglingar innan 18 ára þurfa ekki að tryggja sér dagpeninga. Sjúkdómar baka mönnum fjártjón á fernan bátt: lækniskostnað, lyfjakostnað, sjúkrahúskostnað og atvinnumissi. Sjúkrasamlögin veita tryggingu fyrir uppbótt á öllu þessu tjóni og samlagsmenn eiga heimtingu á uppbótinni, þurfa ekki að s æ k j a um hana og eiga undir náð aunara, bvort þeir fá nokkuð, þvi að sjúkra- samlögin eru tryggingarfélög, ekki styrktarfélög. Það kann að virðast misrétti, að foreldrar fá ókeypis læknishjálp, lyf og sjákrabúsvist handa börnum sínum án aukaborgunar (sbr. þó 9. gr. 4) — misrétti gegn þeim, er engin börn eiga; en þetta jafnar sig upp; þar sem samlögin eru komin á fastan fót, fer fólk í þau á unga aldri og á von á þessum aukablunnindum síðar, þegar til barneigna kemur. Hvert samlag gerir samning við einn lækni eða fleiri um læknis- hjálp. Er þá annaðhvort samið um tiltekna þóknun á ári fyrir hvern samlagsmann, eða lækni goldið eftir reikningi. Hér á landi er viðast ekki nema einum lækni til að dreifa, héraðs- lækninum. Gjaldskrá héraðslækna er mjög lág. Þess vegna mun réttast að íslenzk sjúkrasamlög noti sér hana og borgi lækni eftir reikningi. Sjúkrasamlagið verður vinningur fyrir lækninn, að því leyti, að þar fær hann öll verk sin skilvíslega borguð; þess vegna ættu læknar að geta

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.