Skírnir - 01.12.1909, Side 29
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga.
317
verðnr vinnufær 8. janúar; hann hefir þá verið veikur 7 nætur og fær
enga dagpeninga. Annað dæmi : Samlagsmaður legst 1. febrúar, til-
kynnir sjúkdóm sinn 4. febrúar, verður vinnufær 14. febrúar; hann hefir
þá verið veikur 13. daga og fær dagpeninga fyrir 10 daga (4.—13. febr.).
Það er afar áríðandi, að stjórn sjúkrasamlags hafi nána gát á þvi,
að samlagsmenn fái ekki dagpeninga, ef þeir eru ekki með öllu ófærir
til vinnn.
Ef skæða farsótt her að höndum, sem „vörn er sett við“ (sbr. 2.
gr. i lögum 16. nóv. 1907 um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma),
þá getur farið svo, að mikill þorri samlagsmanna sýkist og samlagið
verði gjaldþrota; því til varnar er það ákvæði, að stjórnin geti, ef svo
ber undir, látið alla dagpeniuga falla niður um stundarsakir, t. d. 1—2
mánaða tima ef mislingar ganga um alt héraðið.
öll sjúkrasamlög hafa tímatakmörk á dagpeningatryggingunni;
væru ekki þau takmörk, þá yrðu iðgjöldin að vera miklu hærri. Hér
er lagt til að dagpeningar séu greiddir 12 vikur samtals á hverjum 12
mánaða fresti. Ung samlög verða að vera varkár i þvi efni. Sum er-
lend samlög greiða dagpeninga í 26 vikur á hverjum 12 mánaða fresti,
en þau eru þá fjölmenn og gömul og eiga mikið fé i sjóði. Hvers
vegna er sagt „á 12 mánaða fresti11 og ekki „á hverju ári“? Af þvi
að það er miklu réttiátara. Utkoman á að vera, að enginn fái dagpeninga
lengri tima samfleytt, en nemi 12 vikum. En ef hér stæði „áhverju
ári“, þá gæti svo farið, að samlagsmaður mætti heimta dagpeninga 24
vikur samfleytt, sem sé 12 vikur fyrir og 12 vikur eftir áramót. Hvernig
á þá að skilja orðin: „á 12 mánaða fresti“ ? Dæmi: Samlagsmaður
verður sjúkur i fyrsta sinni 15. mai 1910, er veikur og fær dagpeninga
í 6 vikur; aftur verður hann sjúkur 1. nóvember 1910 og fær nú dag-
peninga i 4 vikur; þriðja sinni legst hann 1. april 1911 og liggur til
15. júní 1911; þá fær hann ekki dagpeninga nema 2 vikur frá 1. april,
ai því að þá eru komnar fullar 12 vikur; en 15. maí 1911 fær hann
aftur rétt til dagpeninga, af því að þá er liðinn 12 mánaða fresturinn,
B. gr.
Ef einhver nýtur hlunninda úr samlagssjóði, hvort
heldur eru dagpeningar, eða sjúkrahússvist, eða læknis-
hjálp í heimahúsum, í 52 vikur samtals á 3 samfleyttum
reikningsárum, þá missir hann rétt til frekari hlunninda
og er úr samlaginu.
Nú sannar hann síðar með læknisvottorði, að hann
sé heill heilsu og að því leyti tækur í samlagið, sbr. 2.
gr., og skal þá aftur telja hann samlagsmann með fullum
réttindum, en þó eigi fyr en frá upphafi næsta reikningsárs.