Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 33
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga.
321
gangi 4 úr annaðhvort ár, í fyrsta sinni eftir hlutkesti, en
3 hitt árið. Stjórnendur kjósa sjálflr varaformann og skifta
störfum með sér. Þeir geta skorast undan endurkosningu
jafnlangan tima, sem þeir hafa verið í stjórninni.
Á aðalfundi skal einnig velja 2 varafulltrúa og fer
annar frá á hverju ári, í fyrsta sinni eftir hlutkesti.
Stjórnendur skulu eiga fund með sér í vikunni eftir
fyrstu helgi i hverjum mánuði. Það er lögmætur stjórnar-
fundur, ef 4 koma á fund, og ræður þar afl atkvæða.
Stjórnendur skulu bera ábyrgð á samlagssjóði, á þvi,
að samlagið bíði ekki tjón af ólöglegum tílkostnaði, hirðu-
leysi eða svikum. Stnnda þeir í ábyrgð á þessu einn fyr-
ir alla og allir fyrir einn. Þó getur aðalfundur þegið þá
undan ábyrgðinni, ef um svik er að ræða, en undanþága
er því að eins lögmæt, ef hún er samþykt með 2/3 greiddra
atkvæða.
Stjórnendur skulu hafa allar nauðsynlegar gætur á
sjúkum samlagsmönnum.
Stjórnendnr skulu allir vinna starf sitt kauplaust, en
ritfangakostnað og annan beinan kostnað skal greiða úr
samlagssjóði.
I sveitasamlögum koma deildarstjórar i stað fulltrúanna, og má
hafa þá mismunandi marga eftir stærð sveitarinnar.
Það er nauðsynlegt, einnig í sveitum, að stjórnendnr hittist einu
sinni í hverjum mánnði, til að gera út um inntökubeiðnir, rannsaka fjár-
haginn og ræða önnur félagsmál.
11. gr.
Formaður stýrir stjórnarfundum og semur gjörðabók
á fundunum.
Hann semur fyrir hönd samlagsins við lækna, lyfsala,
sjúkrahús og hjúkrunarfélög eða hjúkrunarkonur.
Ef formaður og varaformaður eru hvorugir viðlátnir,kem-
ur einn af fulltrúunum íformanns stað, sá er þeirvelja til þess.
12. gr.
Stjórnin ræður gjaldkera.
Hann skal vera í samlaginu, en ekki í stjórn þess, og
kunna reikningshald.
21