Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 35

Skírnir - 01.12.1909, Side 35
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga. 323 Lögmætir samlagsfundir hafa æðsta vald í öllum mál- um samlagsins, innan þeirra takmarka, sem lögin setja. Hverjum samlagsfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar i fundarbyrjun, hvort fundurinn haíi ver- ið löglega boðaður, og lýsir úrskurði sínum í hevranda hljóði. Fundui er lögmætur, ef hann er löglega boðaður, hvort sem margir koma eða fáir. Ræður afi atkvæða; ef jöfn falla, ræður atkvæði fundarstjóra. Atkvæðisbærir eru allir hluttækir samlagsmenn, 18 ára eða eldri, einnig hlutlausir samlagsmenn, ef þeir greiða 2 kr. i árstillag, eða þaðan af meira. í byrjun hvers fundar skal leggja fram skrá yfir atkvæðisbæra samlagsmenn, undirritaða af gjaldkera. Fundarstjóri ræður þvi, hvernig atkvæðagreiðslu skuli háttað; þó skal atkvæðagreiðslan jafnan vera skrifieg, ef einhver atkvæðisbær fundarmaður krefst þess. Stutta skýrslu skal rita í sérstaka gerðabók um það, er gerist á samlagsfundum; allar fundarsamþyktir skal rita orðrétt í gerðabókina. Fundargerðina skal lesa upp í fundarlok og bera undir atkvæði, en fundarstjóri og stjórnendur samlagsins, þeir sem við eru, skulu rita nöfn sín undir. Skal þessi fundargerð vera full sönnun þess, er fram hafi farið á fundinum. I sveitasamlögum verður að boða fundi á þann hátt, sem tíðkað er í sveitum. En skýlaus ákvæði verða að vera í lögunum um það, að all- ir samlagsmenn fái fundarboð með tilteknum fyrirvara. 14. gr. Reikningsár samlagsins er hvert almanaksár. Gjaldkeri skal gera hvern ársreikníng í tvennu lagi og láta fylgja skýrslu um eignir samlagsins, ógreidd út- gjöld og útistandandi skuldir í lok reikningsársins. Alla ársreikninga með athugasemdum endurskoðunar manna og svörum stjórnarinnar skal hafa samlagsmönn- um til sýnis á hentugum stað, eigi skemur en vikutíma 21*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.