Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 36
324
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga.
áður en þeir eru bornir undir aðalfund í febrúar til sam-
þyktar.
Fyrir aðalfund í október skal leggja glögt yflrlit yfir
tekjur og gjöld samlagsins fyrra helming reikningsársins
með árituðum athugasemdum endurskoðunarmanna.
Á aðalfundi í febrúar skal velja 2 endurskoðunar-
menn og 2 varamenn; fara 2 frá á hverju ári, annar
endurskoðunarmaður og annar varamaður, í fyrsta sinni
eftir hlutkesti. Þá má endurkjósa. Skorast geta þeir
undan endurkosningu eins og fulltrúar, sbr. 10. gr.
Endurskoðunarmönnum er heimilt, hvenær sem vill,
að rannsaka allar reikningsbækur samlagsins og aðgæta
eignir þess, og skulu þeir gera það eigi sjaldnar en einu
sinni á hverjum ársfjórðungi. Þá er þeir rannsaka reikn-
ingana, ber þeim meðal annars að gæta þess, hvort allar
tekjur og útgjöld samlagsins eru i samræmi við þessi lög
og samþyktir aðalfunda.
Stjórn samlagsins og gjaldkera ber að láta endurskoð-
unarmönnum í té allar skýrslur og upplýsingar, er þeir
þurfa við rannsóknina.
í sveitasamlögum kemur formaður hér alstaðar í stað gjaldkera.
15. gr.
Því fé samlagsins, sem ekki er liklegt að til þurfi að
taka að sinni, skal koma á vöxtu í öruggan sparisjóð.
Aldrei má veita lán úr samlagssjóði.
Sjórnin skal aðgæta sjóðseignina og bera saman við
bækur samlagsins á ýmsum ótilteknum tímum á hverju
ári og láta þess jafnan getið i gerðabók sinni.
Það er afaráríðandi að fjármunir hvers samlags séu í góðra manna
höndum. Fjársvik hafa því miður alloft átt sér stað i útlendum sam-
lögum. Og þó að þeir bæti skaðann, sem ábyrgðina bera, þá skerðist
sómi samlagsins og tiltrú manna.
16. gr.
I varasjóð skal leggja allan inntökueyri samlags-
manna, allan afgang af árstekjum, t. d. æfigjöld hlutlausra