Skírnir - 01.12.1909, Page 40
Ágrip
af
upptökum og sögu kvenréttindahreyfingarinnar
i Ameriku.
m.
(Síðasti kafli).
Þau lög viðvíkjandi konum, sem Mrs. Stanton barðist
mest fyrir, voru hjónabandslögin, eftir »Common law«, sem
voru gömul ensk lög. Breytingar á þeim í ýmsum efn-
um komu fram hvað eftir annað. I ýmsum ríkjunum
fengu giftar konur á árunum 1849—1854 ýmsar breyt-
ingar; fyrst fengu þær yflrráð yfir lausafé sínu, og síðar
yfir atvinnu sinni.
Um 1854 hafði Kvenréttindafélagið ákveðið að senda
út tvær áskoranir til þingsins í Albany, aðra um réttar-
farslega stöðu kvenna, en hina um pólitískan kosningar-
rétt þeirra. Alt var gert til að fá sem flestar undirskriftir,
og ýmsir helztu blaðamenn og stjórnmálamenn töluðu með
því á fundum kvenna, ásamt konunum sjáifum. Áskor-
anirnar voru ræddar í þinginu og settar í nefnd. Mrs.
Stanton, Ernestine Rose og William Channing fengu leyfi
til að tala við nefndina og færa ástæður fyrir máli sinu.
Þá var þar komið, sem faðir Mrs. Stanton hafði bent
henni sem barni á, að tala máli kvenna fyrir þinginu í
Albany. Sjálf segist hún aldrei, hvorki fyr né siðar, hafa
fundið til slíkrar ábyrgðar þegar hún átti að tala, og ekki
þótt það væri á fjölmennum þjóðfundum.
Þegar faðir hennar heyrði, að hún ætti að tala í þing-
inu, bað hann hana að lofa sér að heyra ræðuna. Þegar