Skírnir - 01.12.1909, Side 42
Kvenréttindahreyfingin í Ameriku.
•330
læknisnáms og til embætta. Fyrsta konan, sem tók læknis-
próf í Ameríku, var Elizabet Blackwell. Hún hafði leit-
nð fyrir sér við hvern einasta háskóla í Bandaríkjunum,
■en allstaðar verið neitað. Loks leyfðu prófessorarnir við
læknaskólann í smábænum Geneve í New York ríkinu henni
að stunda þar nám, ef stúdentarnir leyfðu það, í þeirri
von, að það mundu þeir ekki gera. En stúdentarnir, sem
þó voru þar sérstaklega íllræmdir, leyfðu það, og hétu um
leið, að hana skyldi aldrei iðra þess. Enda breyttu þeir
við komu hennar algerlega framferði sínu, og urðu eftir
það siðsamir menn, að minsta kosti í skólanum. Ekki
fekk E. Blackwell aðgang að spítölum, nema einum fá-
tækraspítala. Hún ferðaðist því til Norðurálfunnar, og
komst með herkjum að spitölum í Paris og Lundúnum,
en þó ekki að þeim deildum, sem fengust sérstaklega við
kvensjúkdóma.
Eftir að hún kom heim til Ameríku aftur setti hún
á fót lítinn spítala í New York á sinn kostnað handa
■sjálfri sér og öðrum kvenlæknum, sem ekki gátu fengið
aðgang að neinum spítölum með sjúklinga sína.
Árið 1861 hófst þrælastríðið, og stóð til 1866. Allan
þann tíma fengust Ameríku konur ekki við kvenréttinda-
málin. Kvenréttindafélögin héldu ekki heldur sambands-
þing sín fyr en friður komst á. Konur Norðurríkjanna
tóku mikinn þátt í stríðinu. Meðan ófriðurinn stóð yfir,
:Stóðu þær heima fyrir búum, verzlunum og hvers konar
störfum sem var, og sýndu þar hinn mesta dugnað og þrek.
Elizabet Blackwell hafði á ferð sinni uin England
kynst hinni frægu hjúkrunarkonu Florence Nigthingale
og gerði nú alt sem hún gat til að koma reglulegu skipu-
lagi á hjúkrun og meðferð særðra og sjúkra í hernum.
En hún fekk ekki leyfi til að fara með, sem læknir, eins
•og hinir læknarnir, og þá hætti hún við förina.
En önnur kona tók það starf upp. Það var C1 a r a
B a r t o n — Ameríku Florence Nightingale. — Hún hafði
áður verið góðkunn kenslukona, og varð síðar fyrsta kon-
an, sem fekk stöðu við stjórnarskrifstofurnar í Washing-