Skírnir - 01.12.1909, Side 43
Kvenréttindahreyfingin í Ameriku.
331
ton. Með henni störfuðu tvær aðrar konur með óþreyt-
andi dugnaði og sjálfsafneitun. Það voru þær Dorothea
Dix og Mary A. Brokerdyke — »móðir hermannanna*.
Hér er því miður ekki rúm til að lýsa því, hvernig þessar
þrjár konur lögðu líf og velferð í sölurnar til þess að
geta hjálpað löndum sínum. í byrjun ófriðarins var öll
hjúkrun hersins í mesta ólagi. Alt vantaði: Umbúðir,
matvæli, spítala, föt, lækna, hjúkrun, ljós og alt, sem á
þurfti að halda. Clara Barton var iífið og sálin i
í því að koma þessu í lag. Sjálf stóð hún oft svo nærri
bardögunum að skotin dundu hvarvetna í kringum hana.
Heiman að komu ógrynnin öll til hersins af alls kon-
ar hlutum, matvörum, fötum, umbúðum, peningum. í’jöldi
kvenna seldi skartgripi sína til þess að kaupa vopn og
vistir handa hernum. — Stjórnin komst brátt til viðurkenn-
ingar á því, hvað samhjálp kvennanna væri nauðsynleg.
Læknarnir urðu fegnir að fá aðstoð þeirra. Fjöldi beztu,
gáfuðustu og mentuðustu kvenna komu sem sjálfboðalið
til að stunda sjúklingana. Clara Barton gjörði alt til að
bæta úr tilfinnanlegasta hjúkrunarskortinum. Hún keypti
það nauðsynlegasta fyrir eigið fé, þegar fé vantaði, og
útbýtti matvælum, umbúðum, fötum og peningum, sem
konur sendu til hennar að heiman. Að loknu stríðinu
fekk hún svo margar fyrirspurnir heiman að frá ættingj-
um hermannanna, um þá, sem vantaði og ekki stóðu á
dánarskránum, að hún samdi lista yfir þá, stofnaði svo
auglýsingaskrifstofu í Washington, og útvegaði alla fáan-
lega vitneskju um þessa menn. Þannig gat hún haft upp
á fjöldamörgum, sem annaðhvort lágu veikir hingað og
þangað eða voru í fangelsi í Suðurrikjunum. Margir voru
dauðir af sárum. Hún yfirfór allar skýrslur og var óþreyt-
andi, þeim var hlynt að, sem særðir voru, ,þeim sem i
fangelsum voru, var skift fyrir aðra fanga úr Suðurríkj-
unum o. s. frv.
Dorothea Dix fylgdist einnig með henni og vann af
öllum mætti að því að bæta hjúkrunina og lina fangelsis-
vistina, sömuleiðis að bæta siðferði hermannanna og koma í