Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 45

Skírnir - 01.12.1909, Page 45
Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. 333 ])essi »móðir« Bickerdyke«. — »Þá get eg ekkert gert fyrir yður. Hún má sín hér eins mikils og eg«, svaraði herforinginn. — Dr. Bellaws, sem af stjórninni var settur yfirmaður yfir heilbrigðislandsfélaginu, sem Elizabet Blackwell hafði komið á fót, segir um konurnar í Norðurríkjunum á ófrið- arárunum 1861—1866, sem tóku þátt í hjúkrun hersins: »Annað eins samansafn af ágætiskonum hefi eg aldrei verið svo lánsamur að þekkja, bæði að gáfum, mentun, hjartagæzku og siðferði. Þær eru prýði allrar kvenþjóðar- innar. Þær færðu hjúkrunarfræðinni og sjúkrahúsum sína kvenlegu nærgætni og viðkvæmni, meðaumkun oe: ósér- plægni. Þær urðu að berjast við hinar köldu spítalaven- jur og það hálf-ósiðaða kæruleysi, sem styrjaldir flytja með sér og gera bæði læknishjálp og útlærða hjúkrun hluttekningailausa og ónóga. Hin eðlilega tortrygni, sem allir læknar og spítalafólk sýndi öllu sjálfsboða hjúkrunar- liði, hlaut að kenna þeim konum, sem vildu skipa vel sæti sitt, þá nærgætni, tilhliðrunarsemi og þolinmæði, sem ekki tíundi hver læknir getur sýnt eða á til. — Þær hlutu að yfirvinna hinn ineðfædda viðbjóð á blóði, sárum, óreglu og ofbeldi, og læra að þekkja öll skapbrigði manna, sem ekkert nema mannástin batt þær við, og oft voru frávita af þjáningum og hitaveiki. En allra harðast hlýt- ur þó að hafa verið fyrir þær að þola með undirgefni ofstopa og ósvífni hálflærðra lækna, sem oft lá við að hefðu í frammi við þær líkamlegar misþyrmingar«. Ymsar konur fylgdu mönnum sínum í herinn. Nokkr- ar þeirra klæddust karlmannaklæðum og tóku þátt i bar- dögunum. Jafnvel einstaka konur voru gerðar að undir- foringjum, án þess að nokkurn grunaði að það væru konur. Dr. Bellaws segir líka eftir stríðið, þegar hann lagði niður embætti sitt: »Ef konurnar hefðu ekki verið jafn ósérplægnar og þær voru, bæði heima í sveitunum, í hern- um, og í spítölunum, þá mundu endalok ófriðarins ekki hafa orðið jafn happasæl og þau urðu. Því að auk allr-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.