Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 46
334
Kvenréttindahreyfingin í Ameriku.
ar persónulegrar hjálpar, hafa þær fært karlmönnunum
áhuga, trú á sigurinn, föðurlandsást og þolgæði. Marga,
sem hafa verið áhugalausir og eigingjarnir, hafa konur
þeirra fengið til að fara. Og liðhlaupar og varmenni hafa
ekki átt heimkvæmt«.---------
Menn kynnu nú að haía ætlað, að þegar ófriðinum
var lokið og löggjafarvaldið settist aftur að störfum, þá
mundi þessi framkoma kvenna í þágu ættjarðarinnar tek-
in til greina. Nú var því takmarkinu náð að brjóta fjötr-
ana af þrælum Suðurríkjanna. Þjóðfélagseiningin var
frelsuð með blóði landsins beztu sona, og með almennum
áhuga og hluttekníngu flestra af dætrum þess. Þær höfðu
yrkt jörðina, sáð og uppskorið og forðað landinu frá hallæri
og hungursneyð. Þær höfðu hjúkrað særðum og lagt líf
sitt í hættu þeirra vegna. Þær höfðu tekið fé sitt og
skartgripi — alt, sem þær gátu við sig losað, til bjargar
landi og lýð. Þær mundu því sýnast eiga eðlilegan rétt
til að teljast með, þegar stjórnarskrárbreytingin yrði ger.
I þessu skyni stofnuðu frelsisvinir eða þrælafrelsis-
félögin til sameiginlegs fundar 1866 í New York. Á þeim
fundi var lagt til af ýmsum vinum kvenna að þrælafrelsis-
félögin og kvenréttindafélögin stofnuðu eitt sameiginlegt
jafnréttisfélag, sem hefði fyrir markmið fullkomið jafn-
rétti kvenna og karla, hvítra manna og svartra og kyn-
blendinga, og heimtaði pólitískan atkvæðisrétt handa öll-
um körlum og konum. — Sama gerði kvenréttindalands-
félagið. Það hélt sinn fyrsta fund eftir stríðið árið 1866,
og samþykti þá að breyta nafninu og kalla félagið Hið
ameríska jafnréttisfélag, það skyldi krefjast fyrst af öllu
pólitísks atkvæðisréttar handa ö 11 u m, konum sem körlum.
En nú snerust ýmsir ákveðnustu þræiavinimir, sem
áður höfðu einnig verið kvennavinir, m ó t i konunum.
T. d. Wendell Phillips, svo að ekkert varð úr því, að
þrælafrelsisfélögunum væri breytt í jafnréttisfélög. Þeir
sögðu, að nú væri »timi þrælanna« kominn, konurnar
mættu ekki setja pólitísk réttindi þeirra í hættu, með þvi
að binda þau við kvenréttindin. Þrælarnir, sem væri nú