Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 48

Skírnir - 01.12.1909, Page 48
336 Kvenréttindahreyfingin i Ameríku. Nú átti þingið í New York ríkinu að haldast sumarið 1867. Horace Greely var einn í stjórnarskrárnefndinni, sem átti að leggja fram tillögur um breytingar. Mrs. Stanton skoraði á þingið að kjósa konu í þá nefnd. En því var auðvitað neitað. Horace Greely var á móti kosningarrétti kvenna, af því að það mundi verða stjórnar- skrárbreytingunni um kosningarrétt Svertingja og kyn- blendinga að falli. Hann hótaði konum því, að ef þær fylgdu 8inni skoðun fram um kosningarrétt þeirra, þá skyldi hann og blað hans snúast alvarlega gegn þeim. Þá fengu þær E. Stanton og S. Anthony konu hans til að beita sér fyrir kvenréttindamálið í Rochester, og gangast fyrir undirskriftaáskorun til þingsins frá konum um að fá kosningarrétt. Allar þess konar áskoranir voru lesnar opinberlega upp í þingsalnum. Þær Mrs. Stanton höguðu því þannig, að áskorunin frá Mrs. Horace Greely var lesin upp rétt á undan nefndarálitinu, er maður henn- ar las upp, sem formaður í nefndinni. I nefndarálitinu var tekið fram, að glæpamenn, vitfirringar og geðveikl- ingar hefðu ekki kosningarrétt. Hjónin stóðu því þarna opinberlega hvort gagnvart öðru. Enda sagði H. Greely litlu síðar við þær stallsystur, Mrs. Stanton og S. Anthony, að þær væru þeir kænustu stjórnmálamenn sem hann hefði þekt. Og þær hefðu séð um, að kona hans hefði verið kend við alt hans nafn, sem þær neituðu þó að giftar konur ættu að gera, einungis til að valda honum gremju. Ekki varð þeim hjónum þó þetta að ágreinings- efni. Hvarvetna í sambandsríkjunum gerðu konur nú harða atrennu tii að fá málum sínum framgengt, þar sem átti að gera stjórnarskrárbreyting, og taka almenuan kosn- ingarrétt karlmanna með. Um Kansas ferðuðust þau hjónin H. Blackwell og Lucy Stone til að halda fyrirlestra um þetta mál, og vinna menn með því. Um tíma virtist svo sem alt mundi ganga þeim að óskum. Jafnvel H. Greeley var í blaði sínu farinn að geta þess, að unga ríkið Kansas ætlaði að ganga á undan öðrum í þessu efni. En þá snerist

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.