Skírnir - 01.12.1909, Side 51
Kvenréttindahreyfingin i Ameríku.
339
En ekki voru allar konur fylgjandi þessum málum.
Arið 1869 fengu konur pólitískan kosningarrétt í Wyoming;
þá sendu 200 konur áskorun til þingsins í Massachusetts,
og réðu því frá að veita konum þessi réttindi. Síðar
stofnuðu konur í Boston »Anti«-kvenréttindafélag. 1871
sendu konur Shermans yfirherforingja, og Dahlgrens yfir-
foringja sjóliðsins áskorun frá 1000 konum, sem segja, að
þótt þær hrylli við að koma opinberlega fram, þá neydd-
ust þær þó til þess, vegna þeirrar hættu, sem stafi af þess-
ari breytingu á borgaralegum og pólitiskum kjörum
kvenna, og af því að heilög ritning setji þeim aðrar og
æðri skyldur. — Þær leggja einnig til, að í stað þess að
veita konum kosningarrétt verði samskonar hjónaskilnað-
arlög ger fyrir öll Bandaríkin, sem nemi skilnaðarleyfi
úr lögum, nema þegar annað hjónanna hafi brotið, og að
því sé þá ekki leyfilegt að gifta sig oftar, meðan hitt lif-
ir. Báðum þessum konum var boðið að mæta á aðalfundi
kvenréttindafélagsins i Washington. En þær neituðu því
vegna þess að konur ættu ekki að taka þátt í opinberu:u
ræðuhöldum. Vísuðu að eins til blaðagreina sinna, sem
þær álitu auðsjáanlega ekki heyra undir »opinbera«
framkomu. Þær brutu þó á móti þessum meginreglum
með því þær mættu á þinginu til að tala móti 16. grein
stjskr. og vitnuðu þar mest til ráðstöfunar guðs um verk-
svið konunnar, og heilagleik hjónabandsins.
I mörgum ríkjum Bandaríkjanna fylgdu konur áskor-
un kvenréttindafélagsins og létu setja sig á kjörskrá sem
kjósendur ef það fekst. Víða voru þær gerðar afturræk-
ar þegar á kjörskránni, en sumstaðar við atkvæðagreiðsl-
una. Á stöku stað var þeim leyft að kjósa en atkvæði
þeirra ónýtt á eftir.
Víða var þessum málum skotið til dóms og laga. I
Columbia kröfðust 70 konur að kjósa. Þegar þær fengu
það ekki, höfðuðu þær mál gegn kjörstjórninni fyrirfylk-
isdómstólnum. Því var skotið til hæstaréttar Bandaríkj-
anna, sem dæmdi, að eftir 14. grein hefðu konur hæfi-
22*