Skírnir - 01.12.1909, Side 53
Kvenréttindahreyfingin i Ameríku. 341
í 25 dollara sekt fyrir að hafa kosið vísvitandi, þótt ólög-
legt væri. Margrætt var um þetta mál, einkum þegar mál-
in gegn kjörstjórunum voru lögð fyrir kviðdóm og dæmd
þegar þau höfðu lagt sinn sektardóm á. Súsanna áfrýj-
aði, af því að málið hefði verið rekið ólöglega. Hún fekk
þó enga leiðrétting, en sektina galt hún aldrei, enda var
aldrei gengið eftir henni.
Árið 1807 voru samþykt lög í Washingtonfylkinu,
sem veittu öllum hvítum amerískum borgurum kosningar-
rétt, sem væru orðnir 21 árs gamlir. Þetta vildu konur
nota sér og ýmsir karlmenn styrktu þær í því. Þó var
þeim ekki leyft það, þegar á átti að herða, nema í einu
kjördæmi nokkrum árum síðar, 1870, að mikilsmetin og
vel mentuð kona ein tók málið að sér, hélt um það fyrir-
lestra og fekk talið svo um fyrir konunum í héraðinu, að
kosningardaginn skyldu þær halda helztu mönnunum mið-
degisveizlu í skólahúsinu, þar sem kosið var, og rétt á
eftir, þegar embættismennirnir væru komnir í gott skap,
skyldu þær kjósa. Eftir að staðið var upp frá borðum,
voru allir í góðu skapi, svo að þegar kosningin byrjaði,
fóru allar konurnar og kusu með, án þess nokkur mælti
á móti.
Það yrði of langt mál að lýsa því hér, hvernig kon-
ur í Bandaríkjunum börðust hvarvetna fyrir kosningarrétti
sínum. En þrátt fyrir góð orð og loforð karlmannanna
eru það þó ekki nema 4 ríki, sem enn hafa veitt þeim
þessi réttindi: Wyoming 1869, Colorado 1893, Utah 1895
Idaho 1896.
Kosningarréttarinál kvenna hefir verið margsinnis
fyrir þingunum í öllum Norðuníkjunum. I Washington
voru þau samþykt, en feld síðar vegna þess, að Sambands-
þingið vildi ekki samþykkja stjórnarskrána með þeim
ákvæðum. I Oregon, Kaleforniu, NebrasJca og Michigan
voru þau lög samþykt, en féllu við almenna atkvæða-
greiðslu kjósendanna, vegna þess að Wiskyflokkurinn
lagði alt kapp á að konur kæmust ekki að, þvi að þá
væri yfirráðum hans lokið.