Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 55

Skírnir - 01.12.1909, Page 55
Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. 343 rnn sínum kosningarrétt. Það væri fyrsta sinni í sögunni að konum og Svertingjum væri veittur þessi réttur. 0g þótt þær hefðu mist hann seinna, þá hefðu það verið inn- flytjendur, en ekki hinir alvarlegu og frjálslyndu kvekar- ar og púritanar, sem hefðu tekið hann af þeim, einum mannsaldri síðar. Kvenréttinda-landsfélagið ákvað að lýsa óánægju sinni á ákveðnara hátt en með því að vera utan við hátíða- haldið. Sumar vildu, að konur gengju i skrúðgöngu í sorgarbúningi, með sorgarveifar á stöngum og áritanir úr sjálfstæðisyfirlýsingunni. Sumar vildu að þær héldu sína sérstöku hátíð, læsu upp áskoranir, ályktanir og mótmæli sín, og heimtuðu réttlæti, frelsi og jafnrétti. Þetta var víða gert. Landsfélagið samþykti þá að halda hátíðina í Phila- delpíu, við sjálfa Independencehöllina, til þess að mót- mæla hátíðahaldi sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, meðan kon- urnar gætu ekki verið með í því. Þær höfðu ætlað sér Carpenterhöllina sem hátíðarsal. Þar var fyrsti Congress- inn haldinn; þar kraup Washington í bæn og gömlu kvekararnir með honum, þegar þeir voru að biðja fyrir frelsi Ameríku. — En þær fengu ekki höliina. Annan stað í nánd við Independencehöllina, sem þær höfðu lof- orð um, fengu þær ekki heldur, af því að eigandinn var hræddur um leiguna, því að flestar konur, sem fyrir stóðu, voru giftar og höfðu því ekki rétt til að gera bindandi samninga. Loksins tókst þó að útvega húsnæðið, og varð Susan Anthony að gera samninginn undir sínu nafni, af því að hún var ógift. En konunum nægði ekki að halda sína sérstöku hátíð. Þær vildu vera við hallardyrnar og sjá um, að þær gleymd- ust ekki. Þær sömdu því yfirlýsingu um réttindi kvenna, sem þær ætluðu að rétta forseta Bandaríkjanna á sjálfri hátiðinni,réttáeftir að hann hefði lesið upp sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjanna frá 1786. Þar lýsa þær því yfir, að þeg- ar öll þjóðin sé fuli af ættjarðarást og fögnuði á aldar- afmæli landsins, þá séu þær sorgmæddar. Þótt þegnar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.