Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 60
348
Að verða úti.
leiðir eru milli bygða og jafnvel milli bæja, þá sýnist
engin furða, þótt menn verði úti fremur hér en annarstaðar.
Hve algengt er það nú að menn verði úti hér á ís-
landi ? Svarið fáum vér, ef vér lítum í Skýrslur um lands-
hagi á íslandi (1906).
„Á síðustu 20 árum hafa 116 manns orðið úti á öllu landinu, og
sýna skýrslurnar að á jafnlöngum tímahilum verði jafnmargir úti og
ennfremur að hlutfallið milli karla og kvenna, er verða úti, er eins og
5:1 eða að fyrir hverja fimm karlmenn er týna lifinu á þann hátt,
verður úti einn kvenmaður. Á siðastliðnum 20 árum hefir ekki fækkað
þeim sem árlega verða fyrir þessum dauðdaga, þó ætla mætti að svo
hefði verið þar sem vegir hafa hatnað stórum, fjallvegum ’fjölgað og
vörður og sæluhús hafa verið reist á fleiri stöðum en áður. Að
meðaltali verða árlega úti 6—7 manneskjur og þó undarlegt sé, virðist
sú tala vera nokkurn vegin jöfn á jafnlöngum tímabilum eins og áður
er ritað:
Ar 1881—1890 urðu úti að meðaltali
— 1891—1900 —-----------------—
— 1901—1905 —-----------------—
— 1906 — — — —
— 1907 — — — —
5 karlar 1 kona
ó>4 l>i
5,2 — 1 —
5 — 1 —
4 — 0 —
Þvi miður vantar skýrslur um, hversu margir urðu úti fyrir meir
en 20 árum siðan og er því ekki hægt að segja með vissu, hvorl þessi
dauðdagi sé tíðari nú en i gamla daga, en að ekkert hefir hreyzt til
batnaðar á siðustu 20 árum bendir á að um langan aldur hafi tala úti-
orðinna haldist nokkurn veginn jöfn“.
Að verða úti hefir á voru máli fengið sömu þýð-
ingu og að d e y j a ú r k u 1 d a úti undir berum himni.
Eg segi deyja úr kulda, en ekki helfrjósa — af því að
það kemur fyrir, þó sjaldgæft sé, að menn verði úti, þó
kuldinn nái ekki frostmarki og mun eg síðar drepa á það
nánar.
Það kemur sjaldan fyrir að menn verði úti nema á
vetrum. Á sumrin er sjaldgæft að veðrátta sé svo dimm.
að menn flnni ekki leið til mannabygða. Auðvitað eru
margir staðir hér á landi þar sem vetrarhörkur og illviðri
eru algeng einnig um hásumartimann. t. d. uppi á jökl-
um inni í landinu, en þangað hætta menn sér ógjarna