Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Síða 66

Skírnir - 01.12.1909, Síða 66
354 Að verða úti. hafði verið með lífsmarki og vaknað við inni i skemm- unni, þar sem hitinn var einmitt mátulega lítill til þess að þíða kuldann smátt og smátt úr líkamanum. Þegar vinnumaðurinn rakst á hann í myrkrinu, hefir sama hræðsl- an gripið báða; þeir takast á, og fangbrögðum þeirra lýk- ur eins og vonlegt var. Maðurinn, sem vaknar úr dauða- dái, er svo þróttlítill að hann verður óðara að lúta i lægra haldi fyrir vinnumanninum, og glíman verður til að ríða honum að fullu, þvi að lífið^sem rétt á undan aðeins blakti á skari, þolir ekki áreynsluna, sloknar alveg út af. Hvemig á að fara að því að lífga mann, sem er hálfdauður úr kulda? Flestum mun kunnugt um, hvernig á að fara með kal í andliti eða á útlimum. Ef kalið er þítt upp í miklum hita á skömmum tíma, þá er mjög hætt við, að kolbrand- ur komi í það. Þess vegna er áríðandi að viðhafa ein- ungis mjög lítinn hita fyrst í stað og auka hann síðan smátt og smátt með mestu gætni. Eezta ráðið er að leggja við kalið frostlausan snjó og síðan kalda bakstra eða baða með köldu vatui þangað til holdið linast og blóðrásin kemst vel af stað. Svipaða aðferð verður að hafa við mann, sem er orðinn altekinn af kuldanum, því að þar er ekki einungis að ræða um kal á andliti og útlimum, heldur einnig um kal í blóðinu, og þar með öllumlíkam- anum; maður, sem er þannig á sig kominn, þolir enga snögga breytingu frá kulda til hita, heldur verður honum að hlýna hægt og hægt, og verður að stuðla að því með mestu þolinmæði. — Bezt er að láta manninn fyrst inn í skemmu eða framhýsi, þar sem aðeins er lítið eitt heitara en úti, og reyna með köldu vatni að þíða frostið úr þeim hlutum líkamans, sem kalið hafa, baða allan lík- amann úr vatni, sem hægt og hægt er látið hitna úr 20° upp í 37° C., eða þangað til eðlilegum likamshita er náð. Til þess að örva blóðrásina, er gott að gefa inn sterkt kaffi; sé sljóleikinn mikill má ennfremur erta taugarnar með rafmagni, bursta iljarnar með snörpum bursta, o. fi. Þótt nú maðurinn rakni við, þá er ekki þar með öllum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.