Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 66
354
Að verða úti.
hafði verið með lífsmarki og vaknað við inni i skemm-
unni, þar sem hitinn var einmitt mátulega lítill til þess
að þíða kuldann smátt og smátt úr líkamanum. Þegar
vinnumaðurinn rakst á hann í myrkrinu, hefir sama hræðsl-
an gripið báða; þeir takast á, og fangbrögðum þeirra lýk-
ur eins og vonlegt var. Maðurinn, sem vaknar úr dauða-
dái, er svo þróttlítill að hann verður óðara að lúta i lægra
haldi fyrir vinnumanninum, og glíman verður til að ríða
honum að fullu, þvi að lífið^sem rétt á undan aðeins blakti
á skari, þolir ekki áreynsluna, sloknar alveg út af.
Hvemig á að fara að því að lífga mann,
sem er hálfdauður úr kulda?
Flestum mun kunnugt um, hvernig á að fara með kal
í andliti eða á útlimum. Ef kalið er þítt upp í miklum
hita á skömmum tíma, þá er mjög hætt við, að kolbrand-
ur komi í það. Þess vegna er áríðandi að viðhafa ein-
ungis mjög lítinn hita fyrst í stað og auka hann síðan
smátt og smátt með mestu gætni. Eezta ráðið er að leggja
við kalið frostlausan snjó og síðan kalda bakstra eða baða
með köldu vatui þangað til holdið linast og blóðrásin
kemst vel af stað. Svipaða aðferð verður að hafa við
mann, sem er orðinn altekinn af kuldanum, því að þar
er ekki einungis að ræða um kal á andliti og útlimum,
heldur einnig um kal í blóðinu, og þar með öllumlíkam-
anum; maður, sem er þannig á sig kominn, þolir enga
snögga breytingu frá kulda til hita, heldur verður honum
að hlýna hægt og hægt, og verður að stuðla að því með
mestu þolinmæði. — Bezt er að láta manninn fyrst
inn í skemmu eða framhýsi, þar sem aðeins er lítið eitt
heitara en úti, og reyna með köldu vatni að þíða frostið
úr þeim hlutum líkamans, sem kalið hafa, baða allan lík-
amann úr vatni, sem hægt og hægt er látið hitna úr 20°
upp í 37° C., eða þangað til eðlilegum likamshita er náð.
Til þess að örva blóðrásina, er gott að gefa inn sterkt
kaffi; sé sljóleikinn mikill má ennfremur erta taugarnar
með rafmagni, bursta iljarnar með snörpum bursta, o. fi.
Þótt nú maðurinn rakni við, þá er ekki þar með öllum