Skírnir - 01.12.1909, Síða 67
Að verða úti
.'(05
vanda lokið, því að líkaminn er lengi að ná sér aftur og
verður að njóta góðrar hvíldar. Kalsár eru lengi að gróa
og þurfa nákvæma hirðingu, til þess að þau ekki spillist
og eitri frá sér.
Hvers vegna verða menn úti ?
Sumum mun virðast sem spurningunni sé þegar svar-
að með því sem á undan er ritað, og að menn verði úti
af því að þeir villast og verða fyrir áhrifum kulda og þreytu
þangað til kraftarnir þverra. En spurningunni er ekki
fullsvarað með þessu. Margir hafa vilst i stórhríðum, og
legið þreyttir úti i kuldanum, án þess að verða úti, og
án þess nokkuð að verða meint við. Því að það má koma
í veg fyrir að bæði kuldinn, villan og þreytan verði að
meini.
Eins og áður er skrifað, þola menn að vera úti í
kulda, sem nemur 70° C. Með góðum útbúnaði má úti-
loka kuldaáhrifin. Með leiðarvísi kompássins máoft koma
í veg fyrir að villast; en þó menn villist, á það
ekki að þurfa að koma neinum að klandri, ef þess
er einungis gætt, að láta ekki villuna þreyta sig. Því að
þreyta í sambandi við kulda er það, sem verður mönnum
að fjörlesti. Þeir villast í dimmviðrinu og þreytast í
ófærðinni, þegar þeir eru að reyna að komast á rétta leið.
En þetta er rangt. I kafdimri snjóhríð eiga menn ekki
að þreyta sig á því að villast fram og aftur, heldur eiga
þeir að halda kyrru fyrir, og láta snjóinn hlúa að sér.
Þegar vér lesum ferðabækur Friðþjófs Nansens, »Paa
Ski over Grönland« eða »Fram over Polarhavet«, og
íhugum þá örðugleika, sem hann og félagar hans hafa
yfirstigið, þá liggur oss við að halda, að það sé í rauninni
ófyrirgefanlegur klaufaskapur að verða úti. Þær stórhríð-
ar, sem Nansen hvað eftir annað lenti í, voru svo margfalt
stórkostlegri en þær, sem tíðkast hér á landi og frostið
náði margoft því hámarki, sem ekki þekkist hér. A Græn-
landsjöklum kom það oft fyrir, að skafbylurinn var svo
þéttur og snjókoman svo mikil að þeir grófust í fönninni,
23*