Skírnir - 01.12.1909, Page 68
356
Að verða úti.
ef þeir námu staðar aðeins stutta stund. Þegar svo var
ástatt, datt þeim aldrei í hug að þreyta sig á að halda
áfram, heldur reyndu þeir að koma upp tjaldkrílinu og
létu snjóinn hlynna að því.
Aður en Nansen lagði af stað í ferðir sínar, hafði hann
gjört sér fyllilega ljóst, út í hvaða hættu hann lagði, og
hann bjó sig svo vel út, að hann var við öllum veðrum
búinn. Nansen hafði þar að auki frá barnsaldri vanist
kulda og stórhríðum í Noregi og kynt sér torfærurnar.
Það er sannfæiing mín, að fáir mundu verða úti hér
á Islandi, ef allir vildu, likt og Narisen, gera sér ljóst,
hvaða örðugleikar geta mætt manni á vetrarferðalagi. —
Ur því það hefir fallið í vort hlutskifti, að byggja þetta
hrjóstruga iand, þá verðum vér að leitast við að gera oss
náttúru þess undirgefna og láta hana ekki ná yfirtökum
á oss. Vér eigum að kenna börnum vorum að þekkja
iandið með kostum þess og löstum og innræta þeim fullan
skilning á, hverjar torfærur verði á vegi þeirra, og hvernig
unt sé að yfirstíga þær.
Sannleikurinn er sá, að mikill hluti
þeirra manna, sem verða útí hér á landi,
líða þennan dauðdaga vegna vanþekking-
ar oggáleysis, ogsumirvegna ofdrykkju.
Það er gömul hjátrú, »að ekki verði feigum forðað«,
og það er talið einkenni á öllum feigum mönnum, að þeir
ani í blindni eða fyrirhyggjulítið út í þá hættu, sem yfir
þeim vofir og verður þeim að bana. Því er ekki hægt að
neita, að margir þeir, sem orðið hafa úti eða dáið voveif-
lega á annan hátt, hafa litið skeytt aðvörunum, og anað
út i opinn dauðann, þó þeim hefði verið ætlandi að sjá
hættuna fram undan sér og vara sig á henni. Skýringin
á þessu mun nú tæplega vera sú, að feigðin gjöri menn
fyrirhyggjulitla, heldur er hitt sennilegra, að fyrirhyggju-
leysið gjöri menn feiga og dragi þá í dauðann. Það er
ekki feigðin, sem kallar á þá, heldur fyrirhyggjuleysið eða
hugsunarleysið, sem kallar á feigðina. En hvemig stend-
ur aftur á þessu fyrirhyggjuleysi, hvaðan kemur það? —