Skírnir - 01.12.1909, Side 71
Að verða úti.
359
og brjóst. Hettan er prjónuð úr fínu bandi. Áríðandi er
að hún falli þétt að höfðinu svo að ekki næði inn með
opinu. Hetta sú, sem eg nota er að því leyti frábrugð-
in, að á henni eru þrjú lítil op fyrir augu, nef og munn,
svo að hún líkist grímu.
í>á fer eg yzt í þykkan yfirhafnarjakka tvíhneptan upp
í háls og hneptan utan yíir höfuðsmátt hettunnar, og
set síðan á höfuðið yflr hettuna sauðvesti. Það er álita-
mál hvort ekki sé betra að vera í vaxdúksjakka utan
yfir í stað þessa þykka og þunga jakka. Mér hefir
einnig gefist það vei og á bágt með að segja hvort sé
betra. Þegar stormur er mikill, hlífir vaxdúksjakkinn
engu síður fyrir öllum næðingi.
Mývatnshettan gjörir trefil óþarfan, en þó er eg vanur
að hafa bundinn um mig trefil, sem vefja má um háls-
inn til frekara skjóls ef þörf gjörist.
Á höndunum hef eg ýmist fingravetlinga eða loðskinn-
hanzka og þar utan yfir belgvetlinga (sjóvetlinga), sem
ná upp fyrir úlnliði yfir jakkaermarnar, sem eg bind
að úlnliðunum með teygjubandi.
Þannig er klæðnaður minn þegar eg fer ríðandi út í
stórhrið með frosti, og má ennfremur bæta því við að i
hnakknum hef eg gæruskinn og tel það ómissandi í lang-
ferðum, bæði vegna skjóls og þæginda.
Reynsla mín og annarra hefir kent mér að haga út-
búnaði mínum þannig og set eg þessa lýsingu hér ef ske
kynni að hún gæti orðið þörf leiðbeining fyrir þá, sem
hafa minni reynzlu en eg á vetrarferðalagi. En vel gæti
verið að einhverir mér reyndari ferðalangar hefðu ýmis-
legt við þetta að athuga og hefðu úthugsað léttari og hent-
ugri útbúnað. Ef svo væri þætti mér vænt um ef þeir
vildu gefa sig fram hér í Skírni til að fræða mig og aðra.
Með klæðnaði eins og nú var lýst er kuldanum all-
staðar varnað inngöngu að beru hörundi nema i andliti
lítillega og skil eg varla í að manni sem þannig er búinn
sé hætt við að kólna að nokkrum mun. Satt er það að
í hvassviðri samfara töluverðu frosti næðir gegnum þykk-