Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 73

Skírnir - 01.12.1909, Page 73
Aö verða úti. 361 ig stúlkur voru vanar að hábinda sig á Rangárvöllum þegar úti var grenjandi stórhríð og varla hundi út sig- andi. Siður þessi er víst æfagamall hér á landi þó nú sé hann víða fágætur orðinn. ^Frá fornöld og til skamms tíma hefir eins og kunnugt er verið alsiða að kvenfólk gengi berlærað innan pilsanna, eða þá í skjóllitlum hnjá- skjólum, það er því engin furða þó það fyndi upp ráð til þess að hlynna að sér í kuldum án þess að koma í bág við »móðinn«. En enginn vafi er á því að kárlmanns- fatnaður er hentugri og skjólbetri en hábindingin. Þá má aldrei gleyma því að borða vel áður en lagt er upp í kuldahríð. Því »matur er mannsins megin« og er sá matur hollastur sem mikið er í af fituefnum. Fitan brennur sem sé betur en flest önnur fæða í líkamanum og framleiðir meiri hita en nokkur annar matur. Þetta þekkja allar heimskautaþjóðir af gamalli reynzlu og var að minsta kosti áður fyr alþekt hér á landi. Svo er sagt um Grænlendinga að ekki bjóðist þeim betra sælgæti en selspik og lýsi. Nansen segist hafa fvrst fengið smekk fyrir feitmeti í kuldanum upp á Grænlandsjöklum. Hann og þeir félagar urðu smámsaman svo sólgnir í fitu að við- metisnesti þeirra ætlaði alveg að ganga til þurðar og Nansen segir að þeir hafi átt bágt með að stilla sig um að súpa upp allan stígvélaáburðinn, sem þeir höfðu með- ferðis; svo mikill fituþorsti vaknaði hjá þeim í kuldavos- búðinni. Af sömu reynzlu kunna gamlir sjómenn að segja. Það hefir verið algengt i fiskiverum hér á landi að sjó- menn fengju sér vænan morgundrykk af lýsi áður en róið var út á miðin. Og ekki var það ástæðulaust að Islendingar voru stundum kallaðir »mörlandar« fyrrum. — Það er álitamál hvort ekki sé farið að spara of mikið viðmeti víða í sveitum og víst er það, að sá lofsverði áhugi, sem áður var almennur, að hafa hangandi í eld- húsi sem feitast kjötið og þverhandar þykkar síður — er ‘) í fornöld var það jafnvel talin skilnaðarsök ef kona var í lokuðum brókum, eins og sjá má af Laxdælu (kap. 3ö.),

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.