Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 74

Skírnir - 01.12.1909, Page 74
362 Að verða úti. farinn að dofna. Betra væri minna af kaffinu og sæta- brauði. Heit mjólk og bolli af kaffi er bezta hestaskálin áður en riðið er úr hlaði. Áfenafi á ekki að koma til greina, því eins og áður er getið er það aldrei meira eit- ur en í kulda. Nesti er auðvitað sjálfsagt að hafa með sér í hvaða langferð sem farið er, langt frá bygðum. Loks má ekki gleyma þvi að hafa með sér kompás þegar far- in eru fjöll og vandrataðar heiðar á vetrum, því það eitt getur stundum frelsað líf manna. Gísli læknir Pétursson á Húsavík er ætíð vanur að hafa kompás með sér á löngum vetrarferðum og hefir hann sagt mér að oftar en einu sinni hafi það komið sér að liði og leitt sig á rétta braut. Hvað skal til bragðs taJca ef maður villist í snjóhríð? Spurningunni er skjótsvarað: Grafa sig í fönn. Það ráð hefir frelsað marga frá að verða úti og ætti að geta frelsað flestalla ef því væri rækilega fylgt. Þegar maður er viltur orðinn í þéttri hríð langt frá mannabygðum, þá er í rauninni óðs manns æði að ætla að láta lukkuna ráða og halda áfram í einhverja átt, sem andinn inngefur að sé sú rétta. Reynzlan sýnir að menn rata sjaldan réttu leiðina af tilviljun einni. Dæmi þekkj- um vér öll, sem ættu að vara við því. Þegar fokið virðist í flest skjól, þá er það einmitt fönnin, sem fokið hefir í skjólin, sem býður ferðamannin- um vegviltum öruggan griðastað og má heita eina úrræð- ið í hættunni. Fönnin getur hiúð að honum og varið hann fyrir kali. Erfiðleikar eru litlir á að grafa sig í fönn í nýfölln- um snjó og þegar snjókoma er þétt, tekur Kári af manni ómakið. En aðgæzluvert er að velja vel staðinn þar sem lagst er niður, í dældum eða undir brekku, ef þess er kostur, svo að síður skafi ofan af snjónum. Heyrt hefi eg sögu af langferðamönnum í gamla daga, sem voru svo forsjálir að taka með sér reku til þess að eiga hægra með að grafa sig niður ef til þess kæmi að þess gerðist þörf.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.