Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Síða 74

Skírnir - 01.12.1909, Síða 74
362 Að verða úti. farinn að dofna. Betra væri minna af kaffinu og sæta- brauði. Heit mjólk og bolli af kaffi er bezta hestaskálin áður en riðið er úr hlaði. Áfenafi á ekki að koma til greina, því eins og áður er getið er það aldrei meira eit- ur en í kulda. Nesti er auðvitað sjálfsagt að hafa með sér í hvaða langferð sem farið er, langt frá bygðum. Loks má ekki gleyma þvi að hafa með sér kompás þegar far- in eru fjöll og vandrataðar heiðar á vetrum, því það eitt getur stundum frelsað líf manna. Gísli læknir Pétursson á Húsavík er ætíð vanur að hafa kompás með sér á löngum vetrarferðum og hefir hann sagt mér að oftar en einu sinni hafi það komið sér að liði og leitt sig á rétta braut. Hvað skal til bragðs taJca ef maður villist í snjóhríð? Spurningunni er skjótsvarað: Grafa sig í fönn. Það ráð hefir frelsað marga frá að verða úti og ætti að geta frelsað flestalla ef því væri rækilega fylgt. Þegar maður er viltur orðinn í þéttri hríð langt frá mannabygðum, þá er í rauninni óðs manns æði að ætla að láta lukkuna ráða og halda áfram í einhverja átt, sem andinn inngefur að sé sú rétta. Reynzlan sýnir að menn rata sjaldan réttu leiðina af tilviljun einni. Dæmi þekkj- um vér öll, sem ættu að vara við því. Þegar fokið virðist í flest skjól, þá er það einmitt fönnin, sem fokið hefir í skjólin, sem býður ferðamannin- um vegviltum öruggan griðastað og má heita eina úrræð- ið í hættunni. Fönnin getur hiúð að honum og varið hann fyrir kali. Erfiðleikar eru litlir á að grafa sig í fönn í nýfölln- um snjó og þegar snjókoma er þétt, tekur Kári af manni ómakið. En aðgæzluvert er að velja vel staðinn þar sem lagst er niður, í dældum eða undir brekku, ef þess er kostur, svo að síður skafi ofan af snjónum. Heyrt hefi eg sögu af langferðamönnum í gamla daga, sem voru svo forsjálir að taka með sér reku til þess að eiga hægra með að grafa sig niður ef til þess kæmi að þess gerðist þörf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.