Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 79

Skírnir - 01.12.1909, Side 79
Erlend tiðindi. Norðurferðirnar. Sú frétt kemur frá Danmörku 21. des- ember, að ekkert só í skjölum Cooks, sem sanni það, að hann hafi komist að norðurskauti, eins og sagt var frá í útlendum fréttum 8Íðast. Þess var þá getið, að Cook ætlaði að senda Kaupmanna- hafnarháskóla plögg sín og skilríki fyrir því, að hann hefði sagt satt til um farir sínar og fundi. Háskóli Kaupmannahafnar hafði gert Cook að heiðursdoktor og lagt, í rauninni með því úrskurð á trúleik hans, og er nú við því búið, að háskólanum verði lagt þetta út til fljótfærni, svo að það gæti dregið úr áliti hans, En til þess getur varla komið. Há- skóli Kaupmannahafnar er vel metinu um allan heim og hann er einmitt mörgum fremri að því, að hann hefir veiið vandur að metorðagjöfum síuum og þeir hafa oftast reynst nýtir meun, sem sá háskóli hefir gert að doktorum eða heiðrað á ann- an veg. Hór er þess að gæta, að vísindastarf manna er svo alvarlegt, að oftast ætti að vera óþarft, að tortryggja orð manna um fundi þeirra eða rannsóknir, svo lengi sem engin sök er fundin hjá þeim. Hér virtist engin orsök hjá háskólanum danska til að véfengja dr. Cook og frásagnir hans, og þó að sóður svikari gæti tælt háskól- ann, þá minkar það ekki önnur verk skólans, þótt skemtilegra hefði verið og æskilegra, að hann hefði farið varlegra hér. Nú hefir háskólinn snúist róttilega og vel við þessu; hann hefir sagt eins og er, að engar sannanir sé hjá dr. Cook; en þess er líka að gæta, að hann hefði getað verið 2 sólarhringa á pólnum fyrir því, þó hann gæti ónógar sannanir komið með fyrir veru sinni þar; en ef háskólakennararnir hafa lýst því að Cook só óreiðu- maður, þá getur maður verið fullviss þess, að þeir hafi ekki kveðið þann dóm upp fyrr en þeir höfðu vegið öll rök nákvæmlega, þar sem þeir voru búnir að heiðra hann áður. Við bíðum því enn nán- ari frótta, en sennilegast að svik só í tafli hjá Cook.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.